Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Leikskóli Seltjarnarness hýtur Grænfánann í sjötta sinn

3.12.2014

Við mótttöku Grænfána Baldur Pálsson, Anna HarðardóttirAfar fáheyrt er að leikskólar á Íslandi hljóti Grænfánann sex sinnum í röð en slík var raunin með Leikskólann á Seltjarnarnesi í dag. Átta ár eru síðan skólinn fékk Grænfánann í fyrsta sinn, en til að viðhalda fánanum þarf skólinn að endurskoða og bæta stöðugt markmið sín í umhverfisverndarmálum. 
Áhrifanna gætir víðar en starfsemi skólans skilar sér til heimila barnanna og starfsmanna skólans, sem taka virkan þátt í stefnumótuninni m.a. með því að margmenna í bílum á vinnustaðinn.

Lýðræðið virkjað snemma
Hin síðari ár hefur Leikskólinn lagt áherslu á lýðræðislega þátttöku barnanna en þau eiga sinn fulltrúa í reglulegum umhverfisnefndarfundum sem einn starfsmaður af hverri deild situr ásamt verkefnastjóra. Ýmis mál eru tekin fyrir á fundunum, t.d.eru flokkun og vinnureglur endurskoðaðar, farið er yfir markmið og leiðir, rætt um moltugerð og síðast en ekki síst skipst á skoðunum og reynslu og nýjar hugmyndir lagðar til. 

Svipmyndur af leikskólastarfi 2014Borðað beint upp úr grænmetisgarðinum á leikskólalóðinni
Í Leikskólanum á Seltjarnarnesi hafa börnin sinn eigin grænmetisgarð inn á skólalóðinni. Þau búa til potta úr pappír sem sáð er í snemma árs og svo má setja pottana beint í beðin. Börnin taka virkan þátt í ræktuninni með því að vökva og hlúa að jurtunum og fá almenna innsýn inn í hringrás náttúrunnar. Þau stunda líka tilraunaræktun t.d. hefur poppkorn sprottið með góðum árangri auk þess sem þau setja niður fræ úr grænmeti og ávöxtum sem neytt er á staðnum og útkoman hefur oft komið verulega á óvart. Að annast plönturnar krefst þolinmæði og hana þurfa börnin að læra að temja sér en það er þess virði þegar kemur að uppskeru, sem þau fá öll notið. Börnin taka sjálf upp úr görðunum þegar grænmetið er þroskað og ljóst að spergilkál, grænkál og annað grænt góðgæti bragðaðist mun betur úti heldur en þegar búið er að setja það á disk og bjóða upp á inn á deildunum. Börnin læra líka að brugðið getur til beggja vona þegar uppkera er annars vegar, en þá er mikilvægt að skoða hvað fór úrskeiðis og læra af því fyrir næsta vor.

Svipmyndur af leikskólastarfi 2014Veðurspámaður vikunnar
Í hverri viku er farið í vettvangs- eða upplifunarferðir með það fyrir augum að börnin læri að þekkja sitt nánasta umhverfi. Mikilvægur hluti af ferðunum er að láta veðrið ekki hamla för heldur er leiðarljósið að leita uppi ævintýri og njóta þess sem náttúran hefur upp á að bjóða í hvaða veðurham sem er. Í daglegu starfi fléttast umhverfismennt við annað starf á margvíslegan hátt, t.d. er það hlutverk „umsjónarmanns vikunnar” að rýna í veðrið í samverustund á morgnana.

Öll skynfæri virkjuð í upplifunarferðum um náttúruna
Í vettvangs- og upplifunarferðum er lögð áhersla á að virkja öll skynfæri barnanna. Hvaða hljóð heyra þau, er það vindur, fuglasöngur eða öldugjálfur? Hvaða lykt liggur í loftinu? Kemur hún frá sjónum, bílunum eða kannski bakaríinu? Markmiðið með þessu er að veita margbreytileika náttúrunnar athygli og að upplifa og njóta á sem fjölbreyttastan hátt. Útinámið tengist þessum vettvangsferðum en tvisvar í viku fer lítill hópur í „ævintýraskóginn“ þar sem ýmis verkefni eru unnin. Á heimleiðinni er tíminn notaður til að tala um og rýna í umhverfið; hvað sjáum við næst okkur og hvað er lengra í burtu. Hvaða form eru í umhverfi okkar; á byggingum, fjöllum og gróðri. 

Svipmyndur af leikskólastarfi 2014Að taka ekki að óþörfu frá náttúruni
Sköpun er stór þáttur í starfi barnanna en í upplifunarferðunum safna þau blómum, skeljum og steinum og ýmsu öðru sem á vegi þeirra verður. Á sama tíma er líka lögð áhersla á að það er ekki alltaf nauðsynlegt að taka frá náttúrinni og sumt er betur geymt þar heldur en í sköpunarverkum barnanna. Þannig þakka börnin fyrir gjafir náttúrunnar. Sú hefð hefur skapast að vinna að sameiginlegu umhverfislistaverki á vorin.

Frumlegar leiðir við að fóðra fugla á veturna
Börnunum er kennt að gleyma ekki smávinum sínum, fuglunum, yfir vetrartímann. Til þess eru farnar ýmsar frumlegar leiðir, t.d. er hálfu epli stungið í trjágreinar og pappahólkar smurðir með feiti og fræjum og hengir upp þannig að fuglarnir geta auðveldlega krækt sér í hnossgætið

Svipmyndur af leikskólastarfi 2014Græna löggan
Börnin í Leikskólanum eru minnt á að fara vel með pappír og bækur, skrúfa fyrir vatnið og slökkva ljósin þegar dagsbirtu nýtur. Í því skyni hefur „Græna löggan“ - heiti sem börnin völdu sjálf - verið virkjuð sem sérstakur efirlitsaðili. Hún fer um með sérstakt eyðublað og merkir þar við hvernig það gengur að standa sig í mikilvægum verkefnum. Þá er lögð rík áhersla á það við eldri börnin að skammta sér skynsamlega á diskinn þannig að ekki þurfi að henda afgöngum. Þannig fer líka matráður leikskólans með matarafganga til heimilslausra. Börnunum er einnig kennt um mikilvægi þess að nýta hlutina betur. Með því að sleppa því að kaupa hluti sem við þurfum ekki  getum við gert umhverfinu miklu meira gagn en með því að flokka allan þann óþarfa sem frá okkur kemur.

Svipmyndur af leikskólastarfiBlaut föt í regnbuxurnar í stað poka
Öll starfsemi leikskólans einkennist af virðingu við náttúruna. Mjólkurfernur eru keyptar í 10 lítra umbúðum, ruslafötur eru fóðraðar með dagblöðum og plastpokar utan af brauði eru notaðir undir bleiur. Í stað þess að setja blautar flíkur í plastpoka í vikulok þá eru þær settar inn í regnbuxurnar. Þá er unnið markvisst að því að nota eingöngu umhverfismerktar vörur og fyrirtækið, sem sér um daglegar ræstingar í leikskólanum, er með norrænu umhverfisvottunina Svaninn. 

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: