Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Bókaverðlaun barnanna

4.12.2014

Davíð Ingi Másson og Lóvísa SchevingBókaverðlaun barnanna voru afhent 2. desember í Bókasafni Seltjarnarness en vinningshafarnir voru Davíð Ingi Másson og Lovísa Scheving. 

Um er að ræða verkefni sem almenningsbókasöfn og skólabókasöfn  um land allt taka þátt í fyrir börn á aldrinum 6 til 12 ára. Veggspjald með bókum ársins er gefið út og velja börnin 1 til 3 bækur sem þeim finnast skemmtilegastar og skila inn á atkvæðaseðli. 

Atkvæði eru talin á landsvísu og verðlaunabækurnar, ein frumsamin og ein þýdd fá verðlaun. Á Seltjarnarnesi verðlauna bókasafnið og skólabókasöfnin tvo þátttakendur, en hátt á þriðja hundrað barna á Nesinu tók þátt. 

Bækurnar sem fyrir valinu urðu, og vinningshafarnir voru leystir út með, eru Rangstæður í Reykjavík eftir Gunnar Helgason og Amma glæpon eftir D. Walliams í þýðingu Guðna Kolbeinssonar.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: