Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Ásgerður bæjarstjóri klæðiðst jólapeysunni

9.12.2014

Ásgerður HalldórsdóttirLeikskóli Seltjarnarness er einn sex leikskóla landsins sem hefur verið valinn sem frumkvöðlaleikskóli til þess að nota forvarnarverkefnið Vináttu frá Barnaheill í vetur. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri kynnti sér verkefnið en skólinn tekur þátt í jólapeysuátaki Barnaheilla til stuðnings Vináttuverkefninu.

Vinátta er forvarnarverkefni gegn einelti frá Barnaheill en Leikskóli Seltjarnarness er einn af sex leikskólum sem var valinn sem frumkvöðlaleikskóli til að nota verkefnið veturinn 2014 til 2015. Ásgerður tekur þátt í jólapeysuátaki Barnaheilla til að fjármagna þetta skemmtilega verkefni og mætti í jólapeysu í leikskólann. Peysan er rauð og vel skreytt með jólakúlum sem féll vel í kramið. Ásgerður hefur heitið því í átakinu að klæðast jólapeysunni á næsta bæjarstjórnarfundi 15. desember nk.
Ásgerður Halldórsdóttir með leikskólabörnum
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: