Tónlistarnemum bættur upp kennslutími
Á fundi bæjarráðs Seltjarnarnesbæjar í morgun var samþykkt tillaga frá stjórnendum Tónlistarskóla Seltjarnarness um að bæta tónlistarnemum í skólanum upp þá kennslu sem þeir urðu af vegna verkfalls félagsmanna FT í október og nóvembermánuði sl. Þannig verður komið til við móts við þarfir nemenda skólans hvað nám og námsframvindu varðar og bættur sá skaði nemenda sem missir kennslu annars hefði í för með sér.