Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Gæði skólamáltíða til fyrirmyndar

5.1.2015

Jóhannes Már Gunnarsson með nemendum grunnskólaJóhannes Már Gunnarsson, yfirmatreiðslumeistari mötuneytis Grunnskóla Seltjarnarness, fær mikið lof í úttekt sem nýlega var gerð á mötuneytum Grunn- og Leikskóla Seltjarnarness.  

Í úttektinni, sem unnin var af Berthu Maríu Ársælsdóttur matvæla- og næringarfræðingi, kemur fram að samsetning matseðla og framleiðsla er jafnan í samræmi við útgefin viðmið Embættis landlæknis, sem er til fyrirmyndar. Sérstaklega er tekið til þess að gerðar eru skýrar gæðakröfur til birgja með sérpöntunum og þeir sem skipt er við hafa jafnan nákvæmar innihaldslýsingar og yfirlit yfir næringargildi á vörum aðgengilegar á heimasíðum sínum. Ánægjuleg þróun á sér einnig stað í neyslu grænmetis, sem hefur aukist talsvert á milli ára.

Í úttektarskýrslunni er þess sérstaklega getið hve áhugasamur matreiðslumeistari Jóhannes Már er og metnaðarfullur þegar kemur að eldamennsku fyrir börnin. „Hann ákveður matseðilinn, er í góðum tengslum við birgja, eldar matinn og framreiðir hann sem er gríðarlega mikill kostur. Hann hefur því reynslu af því hvernig matnum er tekið og ef eitthvað hlýtur almennt lélegar viðtökur þá er það ekki lengur á matseðli. Hann er því stöðugt að þróa matseðilinn og leggur sig fram við að fylgjast með því hvernig börnin taka til matar síns og reynir að tala þau inn á að smakka á matnum þótt þeim lítist ekki á réttinn fyrirfram.“

Niðurstaða úttektarinnar er sú að það hljóti að vera vandfundinn betri skólamatur og þótt smekkur manna geti að sjálfsögðu verið misjafn þá eru gæði matarins til fyrirmyndar. 

Úttektarskýrsluna er að finna í heild sinni á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar http://www.seltjarnarnes.is/frettirogutgefidefni/skyrslur/menntamal/
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: