Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Ungmennaráð Seltjarnarness hlýtur nýsköpunarviðurkenningu

27.1.2015

Síðastliðinn föstudag hlaut Ungmennaráð Seltjarnarness nýsköpunarviðurkenningu í opinberri þjónustu og stjórnsýslu, en afhending viðurkenningarinnar fór fram á ráðstefnu á Grand hótel. 


Ungmennarráð Seltjarnarness

Þetta er í fjórða sinn sem nýsköpunarverkefni í opinberri stjórnsýslu hljóta viðurkenningu og verðlaun, en önnur tvö verkefni á vegum Seltjarnarnesbæjar voru einnig tilnefnd. 

Að viðurkenningum og verðlaunum standa Rannís,  Samband íslenskra sveitarfélaga, Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Háskóli Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Í rökstuðningi dómnefndar segir um valið á Ungmennaráðinu:

„Að mati valnefndar er þarna um að ræða lausnarmiðað verkefni sem fólst í því að breyta fyrirkomulagi þess til að virkja fleiri ungmenni til þátttöku í sveitarfélaginu.  Verkefnið snýst um að taka ungmennaráðið úr hefðbundnu nefndarfyrirkomulagi með lokuðu ráði og opna fyrir frekari þátttöku allra þeirra sem vilja taka þátt.  Um er að ræða verkefni sem grundvallast á hugmyndum um beinna lýðræði og samvinnu sem hefur virkjað mun fleiri til þátttöku í verkefnum Ungmennaráðsins en ella hefði orðið.  Jafnframt styrkir það innbyrðis tengsl ungmenna annars vegar og tengsl þeirra við ýmsar stofnanir og félagasamtök í bænum hins vegar." 

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: