Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Flatarmál Seltjarnarness hefur minnkað

17.2.2015

Þessi áhugaverða loftmynd af Seltjarnarnesi  var tekin af Landmælingum Íslands árið 1954. Nýlega réðst Seltjarnarnesbær í það verkefni að teikna inn á loftmyndina lóðir, hús, mannvirki, götur og strandlínu eins og það lítur út í dag til að glöggva sig betur á þeim breytingum sem orðið hafa á byggðinni á þessum rúmu sextíu árum. 

Til fróðleiks má geta þess að árið 1954 var Seltjarnarnesið 210,3 ha en er í dag 206,9 ha og hefur því skroppið saman sem nemur 3,4 ha lands. Í báðum tilfellum eru mælingar miðaðar við núverandi sveitarfélagamörk í austur, við landamæri Reykjavíkur. Til samanburðar má geta þess að gervigrasvöllurinn við Suðurströnd er 0,9 ha þannig að á þessum rúmu 60 árum hafa tapast tæpir 4 slíkir vellir.

En þar með er ekki öll sagan sögð því ef ekkert hefði verið aðhafst vegna sjávarrofs þá hefði Seltjarnarnes þurft að sjá á bak 6,8 ha lands og væri í dag 203,5 he. En sem betur fer hafa menn verið á varðbergi gegn eyðingu náttúraflanna og búið til nýtt land eða fyllt upp í landið sem svarar 3,4 ha eða helming þess lands sem tapast hefur.

Unnt er að skoða kortið nánar á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar, seltjarnarnes.is og prenta það út ef áhugi er á. Þá er hægt að skoða stóra mynd af því á annarri hæð Mýrarhúsaskóla, en nemandi þar, sem lætur sér annt um sögu bæjarfélagsins, fékk föður sinn til að gefa skólanum stóra útprentaða mynd af kortinu skólastjórnendum og nemendum til mikillar ánægju.

Kort af Seltjarnarnesi frá árinu 1954

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: