Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Hraðamælingar sýna að hámarkshraði er nær ávallt virtur

9.3.2015

Á tímabilinu frá kl. 14.30 til 15.30 þann 24.02.15 var vöktuð umferð með hraðamyndavél gagnvart bifreiðaumferð, sem ók austur Norðurströnd á Seltjarnarnesi og var tilgangurinn að kanna ökuhraða á þessum vegarkafla og í nefnda akstursstefnu. 

Þarna er 60 km hámarkshraði og talsverð snjókoma var meðan á vöktuninni stóð. Á ofangreindu tímabili vaktaði vélin 106 ökutæki og var meðalhraði þeirra 56 km. Af vöktuðum ökutækjum voru ljósmynduð 5 brot eða tæp 5%. Meðalhraði brotlegu var 72 km og hraðast ekið á 78 km hraða. Þessar upplýsingar komu frá Lögreglustjóranum á Höfuðborgarsvæðinu.
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: