Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Ástand gervigrasvallarins líður fyrir risjótt tíðarfar 

10.3.2015

Gervigrasvöllurinn við Suðurströnd er byggður með hitakerfi undir bæði keppnisvelli og æfingavelli. Hitakerfinu er fyrst og fremst ætlað að gera vellina frostfría og koma í veg fyrir að snjórinn/ísinn frjósi saman við yfirborð gervigrassins.  


Frá því að völlurinn var tekinn í notkun hefur tekist þokkalega að viðhalda venjubundinni starfsemi sökum snjóa þó oft og tíðum hafi reynst erfitt að etja kappi við veðurguðina.  Sé heitt vatn notað til þess að bræða snjó á stuttum tíma líða nærliggjandi hverfi fyrir skort á heitu vatni auk þess sem slík leið er afar kostnaðarsöm. 


Starfsmenn áhaldahúss bæjarins hafa iðulega farið á völlinn með sérútbúinn traktor til þess að ryðja mesta snjónum burt af völlunum, en eins og tíðarfarið hefur verið undanfarið, hafa þeir átt í fullu fangi með að sinna öryggi bæjarbúa á götum og gangstígum og því hefur völlurinn mætt afgangi. 

Vallarstjóri ásamt starfsmönnum Gróttu og þálfurum gera sitt besta á hverjum degi til þess að skapa eins gott umhverfi fyrir iðkendur og mögulegt er sem, þrátt fyrir einstaka undantekningar, hefur tekist þokkalega.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: