Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Hönnunarmars á Nesinu sló í gegn

16.3.2015

Hönnunarmars á bókasafni

Mikill fjöldi fólks naut opnunar Hönnunarmars á Seltjarnarnesi. Í Gallerí Gróttu var opnuð sýning á verkum systranna Höddu Fjólu Reykdal myndlistarmanns og Hlínar Reykdal skartgripahönnuðar. 


Í Bókasafninu var svo sýnd í fyrsta sinn ný húsgagnasamstæða sem arkitektinn og myndlistarmaðurinn Theresa Himmer hannaði sérstaklega fyrir unglinga sem heimsækja Bókasafn Seltjarnarness. 

Gleðin skein úr andlitum gestanna sem nutu einstakra listhæfileika systranna í Gallerí Gróttu og því skapandi umhverfi sem hanað hefur verið fyrir unglinana. Reykjavíkurdætur röppuðu og settu skemmtilegan svip á daginn. 

Reykjavíkurdætur
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: