Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Kvennalið Gróttu getur orðið Íslandsmeistari í handbolta í fyrsta sinn í sögunni með sigri gegn Stjörnunni í kvöld.

12.5.2015

Liðin mætast í Mýrinni í Garðabæ en staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Gróttu. Heimavöllurinn hefur reynst happadrjúgur í þessu úrslitaeinvígi en heimaliðið hefur hrósað sigri í öllum leikjunum.

Grótta hefur aldrei orðið Íslandsmeistari en liðið hampaði sínum fyrstu titlum í vetur þegar sigur vannst í bæði deild og bikar.

Stjarnan hefur sjö sinnum orðið Íslandsmeistari, síðast árið 2009. Fimm leikmenn Stjörnunnar í dag, léku með þessu liði en það eru þær Alina Tamasan, Esther Viktoría Ragnarsdóttir, Sólveig Lára Kærnested, Florentina Stanciu og Þórhildur Gunnarsdóttir.

Leikir liðanna í úrslitaeinvíginu:
Grótta 24 - Stjarnan 21
(Eva Björk 9 - Sólveig Lára 6)
Stjarnan 23 - Grótta 19
(Guðrún 7 - Eva Björk 6)
Grótta 22 - Stjarnan 18
(Sunna María 5, Eva Björk 5 - Sólveig Lára 11)

Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV. Allur leikurinn verður sýndur á RÚV 2 og síðari hálfleikurinn verður einnig í beinni útsendingu á aðalrás RÚV.

Leikur Stjörnunnar og Gróttu hefst klukkan 19:30.
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: