Bílastæðum við sundlaug og íþróttahús fjölgað
11.6.2015
Um þessar mundir er unnið að fjölgun bílastæða við sundlaug og íþróttahús. Á meðfylgjandi teikningu er hægt að sjá hvernig endanlegt fyrirkomulag á bílastæðinu verður. Hönnun er gerð af VSÓ ráðgjöf í samræmi við umferðaröryggisáætlun Seltjarnarnesbæjar. Við breytingarnar fjölgar stæðum úr 100 í 130.