Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Íbúaþing um málefni eldri bæjarbúa

29.6.2015

Fjölskyldunefnd Seltjarnarness boðaði til þingsins laugardaginn 28. mars 2015 en á fundi Bæjarstjórnar Seltjarnarness þann 15.12.14 var samþykkt tillaga um að að standa að íbúaþingi um málefni eldra fólks á Seltjarnarnesi ekki síðar en í lok febrúar 2015. 


Á þinginu yrði m.a. leitað eftir tillögum og hugmyndum um hlutverk og þjónustu bæjarins við þennan aldurshóp og sett á laggirnar sérstakt ,,öldungaráð“ sem verði ráðgefandi vettvangur gagnvart bæjarstjórn um málefni eldri borgara. Á þinginu var leitað eftir tillögum um hlutverk og þjónustu bæjarins við eldri bæjarbúa og ræddar hugmyndir um stofnun sérstaks öldungaráðs

Um eitt hundrað manns mættu á þingið og var skipað í níu umræðuhópa. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson stýrði íbúaþinginu. Helstu niðurstöður umræðuhópanna voru eftirfarandi og er raðað hér í röð eftir hve oft þær voru nefndar í hópunum: 
 • Stofna öldungaráð - sérstök starfsnefnd/ráðgjafarnefnd. Auka áhrif aldraðra. 
 • Bæta aðstöðu til iðkunar tómstunda- og félagsstarfs og bjóða upp á meiri fjölbreytni. Koma öllu félagsstarfi á einn stað. 
 • Húsnæðismál. Fjölbreytni húsnæðis þarf að vera meiri og sniðin að þörfum eldra fólks. 
 • Bæta aðstöðu til útveru og líkamsræktar. Veita tómstundastyrki.
 • Efla heimaþjónustu, auka menntun starfsfólks og gera hana fjölbreyttari. Koma á heimsóknarhópi. 
 • Tengja kynslóðir og nýta þekkingu eldra fólks í þágu þess yngra. 
 • Halda oftar íbúaþing og fá fólk til þátttöku í ákvörðunum. 
 • Marka stefnu í málefnum eldra fólks. 
 • Bætta heilsugæslu, heimsóknarþjónusta heimilislækna. 
 • Hraðahindranir á hjólastíga vegna þeirra sem eru fótgangandi. 
 • Veita garðaþjónustu. 
 • Bæjarfélagið verði þrýstiafl á stjórnvöld um að standa vörð um réttindi og þjónustu við aldraða. 


Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: