Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Sumarsýningar Seltirninga í Gallerí Gróttu

6.7.2015

Gallerí Grótta

Formlegt sýningarhald liggur niðri í Gallerí Gróttu yfir sumartímann, en forráðamenn hans hafa ákveðið að bjóða Seltirningum að sýna þar verk sín frá 15. júlí til 15. ágúst og gildir þá hið gamalkunna að fyrstur kemur fyrstur fær. Gert er ráð fyrir að sýningartímabilin séu ekki lengri en fimm dagar í senn. 


Sýnendur bera alla ábyrgð á sýningarhaldinu sem og upphengi og niðurtöku og skuldbinda sig til að skila salnum í því ástandi sem þeir tóku við honum. Um tilraunaverkefni er að ræða en vonir standa til að hægt verði að endurtaka það hvert sumar þannig að hinn almenni bæjarbúi geti þar komið verkum sínum, af hvaða toga sem er, á framfæri. 

Áhugasamir sendi tölvupóst til soffia.karlsdottir@seltjarnarnes.is þar sem fram kemur nafn og heimilisfang sýnanda og óskir um sýningartímabil. Gallerí Grótta er staðsett inn af Bókasafni Seltjarnarness og er það opið má.-fi. 10-19 og fö 10-17.
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: