Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Bjarnarkló stingur sér niður á Seltjarnarnesi - Eyðing gengur greiðlega

13.8.2015

Á Seltjarnarnesi hefur hin skaðlega jurt bjarnarkló verið að stinga sér niður á opnum svæðum og í einkagörðum og hefur bærinn ráðist í útrýmingu hennar. Samkvæmt upplýsingum frá garðyrkjustjóra bæjarins, Steinunni Árnadóttur, er almennt meira af kerfli, lúpínu og hvönn þetta árið á Nesinu en bærinn hefur unnið markvisst  að því undanfarin ár að sporna gegn útbreiðslu og vexti þessara plantna með eyðingu og slætti. 


Árangurinn hefur ekki látið á sér standa en núna er lúpínan nánast að hverfa af Valhúsahæðinni. Á vestursvæðunum hefur kerfillinn verið að sækja í sig veðrið og í sumar var flokkur ungmenna fenginn til að slá breiðu af kerfli sem var að stinga sér niður í Gróttu. 

Steinunn segist ánægð með árangurinn sem náðst hafi undanfarin fimm ár, en að vandasamt geti verið að hefta útbreiðslu plantnanna því varptími kríunnar og mófugla setji strik í reikninginn. Að hennar sögn er mikilvægt að eyða eins miklu áður en varp hefst og ráðast svo aftur til atlögu þegar fuglinn er farinn af svæðunum. Hvað bjarnarklónni viðvíkur þá eru bæjarbúar hvattir til að skera hana niður verði þeir hennar varir en gæta þess að safinn úr plöntunni fari ekki á húðina því hann getur valdið miklum bruna. 


Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: