Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Umhverfisviðurkenningar 2015

25.8.2015

Árlegar umhverfisviðurkenningar umhverfisnefndar Seltjarnarness fyrir árið 2014 voru veittar þriðjudaginn 18. ágúst síðastliðinn.

Afhending viðurkenninga fór fram í sal Gróttu við Suðurstrandarvöll. 

Garður ársins er að Lindarbraut 20. Eigendur Guðrún Pétursdóttir og Kristján Aðalsteinsson

Lindarbraut 20


Sérstök viðurkenning: Garður að Eiðistorgi 1. Eigendur: Jóhanna Kr. Ragnarsdóttir og Sigurjón Jónasson.

Eiðistorg 1


Gata ársins: Lindarbraut.  

Lindarbraut


Sérstök viðurkenning: Endurgerð grjóthleðsla að Nesbala 34. Eigendur: Ása Jónsdóttir og Guðmundur Hannesson.

Gróthleðsla við Nesbala 34


Sérstök viðurkenning: Gott viðhald húss og lóðar til fjölda ára. Barðaströnd 12. Eigendur: Margrét Björgvinsdóttir og Þráinn Eiríkur Viggósson.

Barðaströnd 12


Fyrirtæki ársins: Systrasamlagið ehf, Suðurströnd 10. Eigendur: Jóhanna Kristjánsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir.

Suðurströnd 10


Tré ársins: Heggur . Nesbala 58. Eigendur: Guðbjörg Jóna Hermannsdóttir og Gunnsteinn Sigurðsson.

Nesbali 58


Eldra uppgert hús: Suðurmýri 4. Eigendur: María Jóhannsdóttir og Sigurður l. Sævarsson.

Suðurmýri 4

Umhverfisvidurkenningaar 2014

Á mynd eru í fremri röð talið frá vinstri: Steinunn Árnadóttir, Margrét Björgvinsdóttir og Þráinn Eiríkur Viggósson, eigendur Barðastrandar 12, Guðbjörg Jóna Hermannsdóttir eigandi Nesbala 58,  Kristján Högni Kristjánsson sem tók við viðurkenningu fyrir hönd Systrasamlagsins ásamt Elísabetu Guðrúnardóttur.
Önnur  röð talið frá vinstri: Guðrún Pétursdóttir og Kristján Aðalsteinsson eigendur Lindarbrautar 20, Ása Jónsdóttir og Guðmundur Hannesson eigendur Nesbala 34, Sigurjón Jónasson og Jóhanna Kr. Ragnarsdóttir og Elísabet Guðrúnardóttir.  
Þriðja röð frá vinstri: Anna María Gunnardóttir tót við viðurkenningu fyrir hönd íbúa Lindarbrautar, Margrét Pálsdóttir, formaður umhverfisnefndar og Guðmundur Jón Helgason nefndarmaður umhverfisnefndar.
Í fjórða og efsta röð eru: Brynjúlfur Helgason, Elín Helga Guðmundsdóttir og Margrét Lind Ólafsdóttir
 öll í umhverfisnefnd.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: