Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Seltjarnarnesbær tilbúinn að taka á móti flóttafólki

10.9.2015

Á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness í gær miðvikudaginn 9. september lýsti bæjarstjórn Seltjarnarness yfir áhuga á að taka á móti flóttafólki og fól bæjarstjóra, Ásgerði Halldórsdóttur, að ræða við starfsmann flóttamannanefndar um framkvæmd mála. 

Bókun bæjarstjórnar Seltjarnarness er svohljóðandi:
Bæjarstjórn samþykkir að leggja fram aðstoð við að taka á móti flóttafólki sem nú dvelur m.a. í flóttamannabúðum í ýmsum löndum Evrópu eftir að hafa flúið stríðsátök og hörmungar í löndum sínum, ekki síst Sýrlandi, og felur bæjarstjóra að tilkynna velferðarráðuneytinu þennan vilja sinn.

Bæjarstjórn felur bæjarráði að leggja mat á möguleika og úrræði bæjarins í þessu skyni, ásamt því að móta tillögur um hvernig best sé að virkja og samhæfa mögulegan vilja og áhuga bæjarbúa til þess að leggja málinu lið og leggja fyrir bæjarstjórn ekki síðar en um miðjan október næstkomandi.
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: