Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Útsvarsliðið klárt í slaginn

17.9.2015

Hið sigursæla lið Seltirninga í Útsvari leiðir saman hesta sína að nýju og etur kappi við lið Reykjanesbæjar í næsta þætti Útsvars, föstudaginn 18. september. 


Eins og fyrr er liðið skipað Karli Pétri Jónssyni ráðgjafa, Sögu Ómarsdóttur markaðsfulltrúa hjá Icelandair og Stefáni Eiríkssyni sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkur.  

Seltirningar eru hvattir til að mæta í áhorfendasal sjónvarpsins og sýna liði Seltirninga stuðning. Seltjarnarnesbær sendir liðinu baráttukveðjur og óskar þeim góðs gengis í viðureigninni. 

Stefán Eríksson, Saga Ómarsdóttir og Karl Pétur Jonsso
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: