Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Vefur Seltjarnarnesbæjar skorar hæst

27.11.2015

Vefur Seltjarnarnesbæjar
Vefur Seltjarnarnesbæjar skorar hæst sveitarfélagsvefja í nýrri úttekt innanríkisráðuneytisins og Sambandis íslenskra sveitarfélaga þar sem rýnt var í stöðu á innihaldi, nytsemi, aðgengi og rafrænni þjónustu á vefnum. 

Niðurstöðurnar voru kynntar í gær undir yfirskriftinni Hvað er spunnið í opinbera vefi? 

Seltjarnarnesbær hlaut 94 stig af 100 mögulegum en næstu fjórir vefir þar á eftir hlutu 87 og 88 stig. Úttektin sem um ræðir er framkvæmd annað hvert ár og var nú gerð í sjötta sinn. Tilgangur hennar er að greina stöðu opinberra vefja á landinu og að veita heildstæða yfirsýn yfir það hvernig opinberir vefir uppfylla fyrrgreind skilyrði og gera opinberum aðilum grein fyrir stöðu sinni í samanburði við aðra. 

Markmið er enn fremur að meta hvernig vefir hins opinbera standa og styðja við þróun rafrænnar þjónustu í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar: Vöxtur í krafti netsins - stefna um upplýsingasamfélagið 2013 –2016. Í ár voru teknir út 255 vefir, þar af 71 sveitarfélagsvefur

Niðurstöðurnar í heildi sinni má sjá á upplýsingatæknivef innanríkisráðuneytisins:  http://www.ut.is/media/utvefur/hesiov2015-skyrsla.pdf

UT - vefurinn - Vefur um upplýsingatækni


Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: