Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Hlutfallslega flest fasteignaviðskipti á Seltjarnarnesi

12.1.2016

SeltjarnarnesFasteignaviðskipti hafa stóraukist á liðnu ári en í fyrra voru þau um sextán prósentum fleiri en verið hefur að jafnaði síðustu þrettán ár. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans en alls voru um 6.900 kaupsamningum íbúðarhúsnæðis þinglýst á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2015, sem er 17,5% aukning frá árinu áður.

Ef litið er til þróunarinnar á síðustu þremur árum má sjá að viðskipti með sérbýli hafa aukist meira en viðskipti með fjölbýli. Á þremur árunum þar áður, þ.e. frá 2009 til 2012 var þróunin öfug. 

Þróunin hefur verið upp á við í öllum sveitarfélögunum sex á höfuðborgarsvæðinu. Viðskiptum fjölgaði eðlilega langmest í Reykjavík, enda er stærstan hluta af húsnæðinu að finna þar. Í Hagsjánni er einnig að finna þær upplýsingar að sé litið á á hlutfallslega breytingu á fjölda viðskipta frá árinu 2009 til 2015 kemur í ljós að aukningin var mest á Seltjarnarnesi og þarnæst í Árborg.

Minnsta hlutfallslega breytingin var í Mosfellsbæ og þar á eftir koma Garðabær og Akureyri.
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: