Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Starfsemi í skólanum á meðan verkfalli stendur

27.9.2004

Valhúsaskóli

Kennsla fer fram í þeim námsgreinum sem kenndar eru af stundakennurum, enda eru þeir ekki í verkfalli.

Um er að ræða eftirtaldar greinar: franska, spænska, bókfærsla og félagsmálafræðsla. Kennt er skv. stundatöflu.

Mýrarhúsaskóli

Engin kennsla fer fram í skólanum. Skólaskjólið er opið á sömu tímum og venjulega.
Einnig er starfsemi Selsins með venjubundnum hætti.

Af gefnu tilefni er vakin athygli á eftirfarandi orðsendingu frá verkfallsstjórn FG og SÍ:

Til skólastjórnenda

Verkfallsstjórn FG og SÍ beinir því til skólastjórnenda að ganga ekki inn í störf kennara með því að afhenda kennslugögn og bækur úr kennslustofum eða af vinnusvæðum kennara, þar sem það er hlutverk kennara.

Með kveðjum,

Fyrir hönd verkfallstjórnar FG og SÍ

Svava Pétursdóttir

Að svo komnu máli verður farið að þessum tilmælum.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: