Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Nýr skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness

4.3.2016

Ólína E. ThoroddsenÓlína E. Thoroddsen hefur verið ráðinn skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness frá 1. júní 2016. Ólína er flestum Seltirningum að góðu kunn þar sem hún hefur starfað við skólann sl. 36 ár og þar af sem aðstoðarskólastjóri sl. 9 ár. Auk þess hefur Ólína gegnt stöðu skólastjóra skólans í afleysingum skólaárin 2013-2014 og 2015-2016. Hún á því stóran þátt í uppbyggingu skólastarfs og núverandi stöðu skólans. 

Ólína hefur lokið diplómagráðu í stjórnunarfræði menntastofnana frá HÍ -Menntavísindasviði. Sem skólastjóri og í hlutverki aðstoðarskólastjóra skólans hefur Ólína öðlast mjög góða innsýn í skólastarfið, uppbyggingu þess og skipulag. Hún hefur komið að ákvarðanatökum varðandi flesta þætti starfsins og þekkir mjög vel til starfshátta. Þá hefur hún ræktað góð tengsl við samstarfsaðila skólans í áraraðir. 
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: