Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Foreldrafélag Leikskóla Seltjarnarness færði öllum börnum leikskólans sumargjöf

2.5.2016

Mynd Ólafs Gunnars Sæmundssonar á höfuðstrokkiÓlafur Gunnar Sæmundsson næringafræðingur er Seltirningum að góðu kunnur fyrir einstakar fugla- og náttúrljósmyndar af Nesinu. Nú hefur ein af ljósmyndum hans ratað á 200 höfuðstrokka eða buff sem öll leikskólabörn á Nesinu fengu nýlega að gjöf frá foreldrafélaginu. 

Um er að ræða mynd af kríu á flugi, en krían er af mörgum talin eitt af einkennum Seltjarnarness. Margþætt notagildisins strokksins er óumdeilt, en útfærslan á myndinni er einstaklega listræn og mikið augnayndi auk þess sem börnin á Leikskóla Seltjarnarness hafa með gjöfinni öðlast sitt eigið einkenni, sem aðgreinir þau frá öðrum börnum þegar farið er út fyrir skólalóðina. 

Á myndunum má sjá kríu-strokkinn með listrænni útfærslu og hóp glaðbeittra leikskólabarna með nýja kríu-strokkinn auk ljósmyndarans Ólafs Gunnars Sæmundssonar, sem heldur á uppsstoppaðri kríu, Sigurlaugar Bjarnadóttur starfsmanns leikskólans og Guðrúnu Heimisdóttur fulltrúa foreldrafélagsins.

Leikskólabörn
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: