Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Bókaverðlaun barnanna 2016

Bókasafn Seltjarnarness og Skólabókasafn Grunnskóla Seltjarnarness veita verðlaun fyrir þátttöku í Bókaverðlaun barnanna. 

12.5.2016

Bókaverðlaun barnanna 2016

Í Viku bókarinnar sem haldin var hátíðleg þann 27. apríl síðastliðinn veittu Bókasafn Seltjarnarness og Skólabókasafn Grunnskóla Seltjarnarness verðlaun fyrir þátttöku í Bókaverðlaunum barnanna. Þau sem fengu verðlaun að þessu sinni voru þau Kári Haraldsson og Viktoría Rán Hallvarðsdóttir sem bæði eru nemendur í Grunnskóla Seltjarnarness.

Bókaverðlaun barnanna er verkefni sem bókasöfn á öllu landinu taka þátt í. Þar velja lesendur á aldrinum 6-12 ára þær bækur sem þeim finnast skemmtilegaster. Gefið er út veggspjald með þeim bókum sem valið er um og hefur það notið mikilla vinsælda. 

Verðlaunabækurnar í ár eru Mamma klikk eftir Gunnar Helgason sem var valin besta frumsamda bókin og Dagbók Kidda klaufa eftir Jeff Kinney í þýðingu Helga Jónssonar var valin besta þýdda bókin. Bókasafn Seltjarnarness og Skólabókasafn Grunnskóla Seltjarnarness veita verðlaun fyrir þátttöku í b-Bókaverðlaunum barnanna og fá tveir þátttakendur sitthvora verðlaunabókina. 

Seltjarnarnesbær óskar verðlaunahöfum innilega til hamingju og þakkar öllum sem tóku þátt.


Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: