Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Grótta Íslandsmeistari annað árið í röð

17.5.2016

Seltjarnarnesbær óskar Gróttustúlkum  til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn


Íslandsmeistarar 2016

                                                                                                                                       Morgunblaðið/Eggert


Grótta varð Íslandsmeistari kvenna í handbolta eftir að hafa lagt bikarmeistara Stjörnunnar af velli í Garðabæ s.l. sunnudag, 23-28. Grótta hafði betur 3-1 í einvígi liðanna. Grótta var mun betra lið og var vel að Íslandsmeistaratitilinum komið. 

Grótta náði strax undirtökunum í leiknum og leiddi með sex mörkum í hálfleik, 11-17.

Gróttukonur létu kné fylgja kviði í síðari hálfleik og náðu með öflugum varnarleik að bæta enn frekar í forystu sína. Stjarnan átti í erfiðleikum með að brjóta vörn Gróttu á bak aftur sem skoruðu fjölmörg mörk úr hraðaupphlaupum.

Grótta náði þeim frábæra árangri að tapa eingöngu einum leik í úrslitakeppninni í ár, en liðið tapaði fyrir Stjörnunni í þriðja leik liðanna á föstudaginn var.

Til hamingju með frábæran árangur

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: