Grótta Íslandsmeistari annað árið í röð
Seltjarnarnesbær óskar Gróttustúlkum til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn

Morgunblaðið/Eggert
Gróttukonur létu kné fylgja kviði í síðari hálfleik og náðu með öflugum varnarleik að bæta enn frekar í forystu sína. Stjarnan átti í erfiðleikum með að brjóta vörn Gróttu á bak aftur sem skoruðu fjölmörg mörk úr hraðaupphlaupum.
Grótta náði þeim frábæra árangri að tapa eingöngu einum leik í úrslitakeppninni í ár, en liðið tapaði fyrir Stjörnunni í þriðja leik liðanna á föstudaginn var.
Til hamingju með frábæran árangur