Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Fanney vann heimsmeistaratitil

24.5.2016

Fanney HauksdóttirKraft­lyft­inga­kon­an Fann­ey Hauks­dótt­ir úr Gróttu varð heims­meist­ari 19. maí. sl. í klass­ískri bekkpressu en hún lyfti 105 kílóum á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Potchefstroom í Suður-Afríku. 

Fann­ey varð heims­meist­ari í -63 kg flokki á mót­inu. Hún lyfti mest 105 kg en reyndi einnig við 110 kg lyftu.

Fann­ey vann afar ör­ugg­an sig­ur en í 2. sæti varð Karol­ina Ar­vidson frá Svíþjóð með 80 kg lyftu, og Hollie John­son frá Bretlandi tók bronsið með 72,5 kg lyftu.

Á síðasta ári varð hún Evrópumeistari í bekkpressu í 63 kg flokki fullorðna, en það mót fór fram í Tékklandi. Í apríl setti hún svo Íslandsmet í greininni.

Fanney Hauksdóttir


Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: