Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Skákkennsla á næsta skólaári - Íslandsmótið í skák sett í dag

31.5.2016

Seltjarnarnesbær, í samstarfi við Skáksamband Íslands, gerir skáklistinni hátt undir höfði næsta á næsta skólaári. Ákveðið hefur verið að bjóða grunnskólabörnum á Seltjarnarnesi upp á skákkennslu sem fer fram innan skólans en utan skólatíma. 

Ákvörðunin er tekin í framhaldi af stuðningi Seltjarnarnesbæjar við Skáksamband Íslands, en eins og fram hefur komið verður Íslandsmótið í skák sett í Tónlistarskólanum á Seltjarnarnesi í dag, þriðjudaginn 31. maí kl. 14:45. Mótið mun standa yfir til 11. júní. Teflt verður daglega nema 6. júní og hefjast allar umferðir klukkan 15. 

Hægt verður að fylgjast með skákunum á skjá í hliðarsal Tónlistarskólans, en einnig fer fram bein útsending á heimasíðu Skáksambandsins. Húsið stendur öllum opið á meðan keppni fer fram. 

Í landsliðsflokki tefla stórmeistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson (2.580 stig), Héðinn Steingrímsson (2.574) og Jóhann Hjartarson (2.547), alþjóðlegu meistararnir Guðmundur Kjartansson (2.457), Jón Viktor Gunnarsson (2.454), Bragi Þorfinnsson (2.426), Björn Þorfinnsson (2.410) og Einar Hjalti Jensson (2.370), Fide-meistararnir Davíð Kjartansson (2.371) og Guðmundur Gíslason (2.280), Örn Leó Jóhannsson (2.226) og Jóhann Ingvason (2.142).

Peð
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: