Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Þrír stórviðburðir í listalífinu á Seltjarnarnesi

2.6.2016

Í dag, fimmtudaginn 2. júní kl. 17, verður yfirgripsmikil sýning á náttúrumálverkum listmálarans Árna Rúnars Sverrissonar opnuð í Gallerí Gróttu á Eiðistorgi. Á morgun, föstudaginn 3. júní, verða tvær  sýningaopnanir vestar á Nesinu, nánar tiltekið samsýning átta kvenna í Nesstofu kl. 18 og gjörningur og hönnunarsýning Hildar Yeoman í Lækningaminjasafninu kl. 20. Aðgangur er ókeypis á allar sýningarnar.

Árni Rúnar Sverrisson
Gallerí Grótta: Nær-Fjær - Árni Rúnar Sverrisson. 
Opnun fimmtudag 2. júní kl. 17. Sýningin stendur til 24. júní. Sjá nánar.


Anna Jóa, Bryndís Jónsdóttir, Guðbjörg Linda Jónsdóttir, Hildur Margrétardóttir, Hlíf Ásgrímsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá og Ólöf Oddgeirsdóttir
Nesstofa: Brjóstdropar - Samsýning átta kvenna: Önnu Jóa, Bryndísar Jónsdóttur, Guðbjargar Lindar Jónsdóttur, Hildar Margrétardóttur, Hlífar Ásgrímsdóttur, Kristínar Geirsdóttur, Kristínar Jónsdóttur frá Munkaþverá og Ólafar Oddgeirsdóttur. Samstarfsverkefni Seltjarnarnessbæjar og Þjóðminjasafns Íslands.
Opnun föstudag 3. júní kl. 18. Sýningin stendur til 31. ágúst. Sjá nánar 


Verk eftir Hildi Yeoman fatahönnuð
Lækningaminjasafn: Transcendence - Hildur Yeoman fatahönnuður.
Opnun og gjörningur föstudag 3. júní kl. 20. Sýningin stendur til 6. júní.
Samstarfsverkefni Seltjarnarnesbæjar og Listahátíðar í Reykjavík. Sjá nánar


Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: