Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Óviðunandi umgengni

27.6.2016

GrenndargámarNýlega voru settir upp nýir grenndargámar á planið hjá Orkunni við Eiðistorg þar sem hægt er að flokka til endurvinnslu. 

Því miður hefur það endurtekið sig æ ofan í æ að fólk hendir alls kyns rusli fyrir framan gámana, en slíkt er algjörlega bannað.
Í dag keyrði um þverbak þegar haugar af rusli lágu fyrir framan gámana eftir helgina. 

Bæjaryfirvöld skora á íbúa og aðra að ganga betur um. Sorpa liggur í 900 metra fjarlægð frá gámunum og ætti fólki ekki að vera skotaskuld úr því að aka þá leið með ruslið sitt. 
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: