Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Gleðin í fyrirrúmi á bæjarhátíðinni

31.8.2016

Bæjarhátíð 2016Gleðin var við völd á Seltjarnarnesi um síðustu helgi þegar bæjarhátíð Seltjarnarness fór fram. Þetta var í þriðja sinn sem hún var haldin en hátíðin í  ár var sú umfangsmesta og fjölbreytt dagskrá á boðstólnum. Það var metþátttaka og veðrið lék við bæjarbúa alla helgina.

Hátíðin hófst með sundlaugarpartýi sem fram fór á föstudaginn og hitti hún beint  í mark hjá bæjarbúum. Frítt var í laugina allan daginn, boðið var uppá tónlistaratriði þar sem fram komu hljómsveitirnar Stjúpmæður og Globe ásamt Birni Frelli Janutsh Kristinssyni sem þekktari er undir nafninu Bjössi Sax. Þau glöddu gesti og gangandi með seiðandi og fjörugri sumartónlist. Þá var Olga Dobrorodnya kennari hjá World Class með vatnazúmba sem vakti mikla lukku hjá sundlaugargestum. Einnig voru vatnaboltar í boði frítt fyrir yngri kynslóðina.

Bæjarhátíð 2016Í fyrsti skipti í sögu Seltjarnarnessbæjar fór fram brekkusöngur í Plútóbrekku á föstudagkvöldinu sem var hátindur bæjarhátíðarinnar. Þar stýrði Ingó (fyrrum Veðurguð) fjöldasöng, Jóhann Helgason söng Seltjarnarneslagið en hljóðfæraleik sáu Guðjón S. Þorláksson og Friðrik Vignir Stefánsson um. Þá tróð hljómsveitin Bandmenn upp við mikinn fögnuð viðstaddra. Stemningin í brekkunni var stórkostleg, en fjölmennni lagði leið sína á brekkusönginn og talið er að hátt í þúsund manns hafi mætt á svæðið. Veislan og samstarfsaðilar buðu uppá íslenska kjötsúpu í brekkunni og Bæjarins beztu buðu upp á pylsur. Framtakinu var afar vel tekið af bæjarbúum og skemmtu ungir sem aldnir sér saman.

Bæjarhátíð 2016Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá fór fram á laugardeginum og meðal þess sem var í boðið var hjólareiðatúr með Bjarna Torfa, skemmtiskokk á vegum Trimmklúbbs Seltjarnarnes og árgangamót á Vivaldi vellinum á vegum knattspyrnudeildar Íþróttafélagsins Gróttu. Einnig var boðið uppá Frisbígolf á Valhúsahæðinni. Það sem bar hæst á þessum degi voru götugrill bæjarins og var stemmningin gríðarlega góð. Þátttaka í götugrillum bæjarins fer vaxandi með ári hverju og er sannkölluð fjölskyldustund. Ánægjulegt var að sjá bæjarbúa taka höndum saman og allir tóku þátt, ungir sem aldnir. Sumir tóku hverfalitinn sinn alla leið og mættu í sínum eigin einkennislit frá toppi til táar og dekkuðu borð í sama lit. Hljómsveitin Bandmenn hélt svo uppi fjörinu um kvöldið og lék fyrr dansi á Stuðballinu í Félagsheimili Verlaunahafar fyrir frumlegustu skreytinguna 2016Seltjarnarness.

Íbúar Seltjarnarnes kepptust við að skreyta húsin í einkennislit sínum en veitt voru verðlaun fyrir frumlegustu húsaskreytinguna í appelsínugulu messunni sem haldin var í Seltjarnarneskirkju á sunnudeginum. Nesbali 29 hlaut titilinn frumlegasta húsaskreytingin í ár og Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri afhenti þeim Hreini Sigurjónssyni og Hönnu Erlingsdóttur viðurkenningu og verðlaun, brunch fyrir alla fjölskylduna á Laundromat Café sem í miðbæ Reykjavíkur af því tilefni. Lauk bæjarhátíðinni við þessa hátíðlegu stund.

Hryggjastykkið í hátíðinni voru bæjarbúarnir sjálfir en án þeirra þátttöku væri hátíðin svipur hjá sjón. Undirbúningurinn og hátíðin tókust mjög vel og við hlökkum til næsta árs. 
Bæjarhátíð 2016 Bæjarhátíð 2016 Bæjarhátíð 2016 Bæjarhátíð 2016


Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: