Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Kennsla verður samkvæmt stundarskrá á morgun.

2.11.2004

Vetrarfrí í Valhúsa- og Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi átti samkvæmt skóladagatali að hefjast í dag, 1. nóvember, og standa alla vikuna. Samkvæmt fundargerð skólanefndar frá föstudegi var samþykkt að greiða kennurum yfirvinnu fyrir kennslu í fríinu. Ekki var gert ráð fyrir launagreiðslum til kennara í dag þrátt fyrir frestun verkfalls samkvæmt bréfi sem launafulltrúum sveitarfélaga var sent 29. október síðastliðinn og er undirritað af starfsmanni launanefndar sveitarfélaga. Kennarar á Seltjarnarnesi fengu því ekki greitt þar sem talið var að um samkomulag milli samninganefnda væri að ræða um tilhögun launagreiðslna.

Nemendur og kennarar mættu í Valhúsaskóla í morgun en eftir fund kennara voru nemendur sendir heim í vetrarfrí. Kennarar í Mýrarhúsaskóla ákváðu að ljúka skóladeginum en taka vetrarfrí frá og með morgundeginum.

Bæjarstjórinn boðaði skólastjóra og trúnaðarmenn kennara á sinn fund í morgun til að leita lausna á málinu. Niðurstaða fundarins var að kennarar fái fyrirframgreidd laun fyrir nóvembermánuð á morgun eða miðvikudag. Trúnaðarmenn kennara samþykktu þessa tilhögun og hefst skólastarf því að nýju á morgun samkvæmt stundaskrá.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: