Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Fjárhagsáætlun samþykkt

24.11.2016

Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2017 var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á fundi bæjarstjórnar 23. nóvember. Fjárhagsáætlunin var unnin í samvinnu við bæjarfulltrúa Samfylkingar og Neslista í bæjarstjórn Seltjarnarness.

Í bókun bæjarstjórnar segir: „Fjárhagsáætlun 2017 var unnin í samvinnu allra bæjarfulltrúa, með það að leiðarljósi að styðja vel við grunnþjónustu bæjarfélagsins, s.s. fræðslustarfsemi og félagslega þjónustu.“ Þetta verklag hefur gefist vel og undirstrikar skilning bæjarfulltrúa á fjármálum bæjarins, sem þeir bera ábyrgð á. Við fjárhagsáætlunargerðina var einnig litið til 3ja ára áætlunar bæjarfélagsins fyrir árin 2018-2020.

Í fjárhagsáætlun kemur fram að A-hluti bæjarsjóðs verður rekinn með 67 milljóna rekstrarafgangi á næsta ári. Þá verður samstæða Seltjarnarnesbæjar rekin með 16 milljón króna rekstrarafgangi á næsta ári. Álagningarprósenta útsvars verður langt undir hámarki eða 13,70% en hámarkið er 14,52%.

Vil ég þakka gott samstarf í bæjarstjórn á liðnu ári og starfsmönnum bæjarins fyrir að gæta skilvirkni í rekstri bæjarfélagsins.

Fjárhagsáætlunin verður aðgengileg á vef bæjarins fljótlega eftir helgi.

 

Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: