Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Skýrslur

Starfsáætlun ÍTS 2010

Starfsáætlun ÍTS 2010 Sundlaug - íþróttahús - knattspyrnuvöllur - Selið. Pdf skjal 736 kb

Starfsáætlun ÍTS 2010                 

Sundlaug – íþróttahús – knattspyrnuvöllur - Selið

Haukur Geirmundsson
Nilsína Larsen Einarsdóttir

Íþrótta- og tómstundaráð (ÍTS)

Íþrótta- og tómstundaráð (ÍTS) starfar í umboði bæjarstjórnar að framkvæmd íþrótta- og tómstundamála bæjarfélagsins.  Ráðið er skipað 5 kjörnum fulltrúum og er  formaður skipaður af bæjarstjórn, en varaformaður og ritari kosnir af ráðinu á fyrsta fundi þess.  Framkvæmdastjóri ÍTS og æskulýðsfulltrúi hafa umsjón með rekstri málaflokksins og þjónustumiðstöðva sem eru sundlaug, íþróttahús, knattpsyrnuvellir og félagsmiðöstöð.

Hlutverk ÍTS er að skapa börnum, unglingum og ungmennum aðstöðu til íþrótta- og tómstundastarfs þar sem gildi virkrar þátttöku, uppeldis og forvarna eru í fyrirrúmi.  Stuðla að heilbrigði almennings með því að skapa einstaklingum á öllum aldri tækifæri til íþróttaiðkunar og líkamsræktar.

Skrifstofa íþrótta- og tómstundasviðs

Skrifstofustarfsemi sviðsins er staðsett í félagsmiðstöðinni Selinu annarsvegar og í íþróttamistöðinni hins vegar.  Framkvæmdastjóri sviðsins með aðsetur í íþróttamiðstöð og æskulýðsfulltrúi með aðsetur í félagsmiðstöðinni Selinu hafa yfirumsjón með starfseminni og sjá m.a. um rekstur sundlaugar, íþróttahúss, knattspyrnuvalla, félagsmiðstöðvar, útgáfustarfsemi, kynningarmál vetrar og sumarstarf, samkipti við aðildarfélög, þróunarmál, áætlanagerð, umsjón hátíðisdaga og almenna framþróun málefna og aðstöðu íþrótta- og tómstundamála.

Íþróttamiðstöð Seltjarnarness

Til íþróttamiðstöðvar teljast sundlaug, íþróttahús og knattspyrnuvöllur allt á sama blettinum ásamt skólum.  Þetta svæði er svo sannarlega hjarta bæjarfélagsins og mikið öryggi fyrir foreldra að vita af börnum sínum nánast á sama punktinum í skóla- og tómstundastarfi.  Sundlaugin hefur verið endurnýjuð að öllu leyti á síðastliðnum árum.  Í tengslum við sundlaugina er rekin heilsuræktarstöð sem eykur fjölbreytni almenningsíþrótta og saman myndar þessi aðstaða frábæran vettvang til heilsueflingar.  Í sundlauginni er stunduð vatnsleikfimi 4 sinnum í viku og Trimmklúbbur Seltjarnarness hittist þar 3 sinnum í viku.  Íþróttahúsið tekur á móti miklum fjölda iðkenda frá morgni til miðnættis.  Fyrst eru skólarnir með sitt íþróttastarf og þá tekur Grótta við fram á kvöld og að endingu eru útleigðir tímar fyrir almenning.  Gífurleg umferð iðkenda fer um íþróttahúsin á degi hverjum og hefur þjónustan aukist að sama skapi.  Tekið er á móti börnum sem bíða eftir að æfingar þeirra hefjist og getur sú bið stundum teygst í 2-3 klukkustundir.  Í biðinni er þeim boðið að vinna heimavinnu skólans, borða nesti spila á spil eða horfa á sjónvarp.  Nýjasta starfsstöð íþróttamiðstöðvar er glæsileg knattspyrnuaðstaða þar sem knattpsyrnudeild Gróttu starfrækir sitt í samráði við starfsmann vallarins. 

 

Helstu verkefni 2009

 • Þrettándabrenna var tendruð á Valhúsahæð í samstarfi við foreldrafélag Mýrarhúsaskóla.
 • Íþróttamðaður og kona Seltjarnarness voru valin og þessu sinni hlutu þau Anna Kristín Jensdóttir og Snorri Sigurðsson titlana.
 • Öskudagshátíð barnanna var haldin í íþróttahúsinu.
 • Sumardagurinn fyrsti var haldinn hátíðlegur í íþróttahúsinu og félagsheimili.
 • 17. júní hátíðarhöld voru haldin á Eiðistorgi við mikinn fögnuð yngri kynslóðarinnar.

 

Sundlaug Seltjarnarness Suðurströnd 10

s. 561-1551

sundlaug@seltjarnarnes.is

Starfsfólk sundlaugar er samtals 8 í fullu starfi og 4-6 í hlutastarfi.

Yfirvaktstjóri er Ingólfur Klausen póstf. ingo@seltjarnarnes.is

Sundlaugin er opin frá kl.06:30-22 virka daga og kl.8-20 um helgar.

Gestir sundlaugar fyrstu 10 mánuði 2009 voru um 140 þúsund.

 • Klárað að skipta út öllum stýribúnaði í kjallara.
 • Kolsýru bætt við sundlaugarvatn.
 • Geymsla klórs aðlöguð að fyrirhugaðri reglugerðarbreytingu heilbrigðisráðuneytis 2010.
 • Vélasalur færður til þar sem nýr búnaður hefði ekki komist fyrir í fyrra rými.
 • Nýtt loftræsikerfi sett upp í tækjarými í kjallara.
 • Skipt um þak yfir anddyri og búningsklefum.
 • Sundlaugarbygging var máluð að utan.
 • Vatnsfontur settur upp á útisvæði sundlaugar.
 • Frágangur hellulagna í kringum sundlaug kláraður og um leið bætt við bílastæðum.
 • Sundlaug lokað í 5 daga vegna vorhreingerninga.
 • Umhverfisviðurkenning 2009 sem fyrirtækjalóð ársins.
 • Starfsmönnum fækkað um tvö stöðugildi.
 • Ný vaktatafla sem miðar við færri starfsmenn.
 • Skyndihjálparnámskeið haldið fyrir starfsmenn.
 • Ljósmyndasýning haldin í anddyri.
 • Skúlptúrar sýndir í anddyri.
 • Þríþrautarmót haldið í sundlaug.
 • Guðlaugssund þreytt.  Átta sundmenn syntu til minningar um afrekssund Guðlaugs Friðþórssonar.

 

Íþróttahús Seltjarnarness Suðurströnd 8

s. 561-2266

ithrottahus@seltjarnarnes.is

Starfsfólk íþróttahúss eru samtals 5 og 4 í hlutastörfum.

Yfirvaktstjóri er Ágúst Ingi Águstsson póstf. ingi@seltjarnarnes.is

Íþróttahúsið er opið á virkum dögum frá kl. 8-24 og eftir umfangi dagskrár um helgar.

Gestir íþróttahúss eru yfir 100 þúsund yfir árið.

Árlega fara fram um 130 kappleikir í handknattleik auk fjölda æfingaleikja.

Fjölliðamót voru þrjú talsins.

Meistaraflokkur karla sem leikur í úrvalsdeild fær að meðaltali um 300 manns á hvern heimaleik.

Íslandsmót í fimleikum var haldið í fimleikasalnum.

 • Árleg jólasýning fimleikadeildar var haldin í desember og má segja að nær 30% bæjarbúa heimsæki íþróttahúsið að því tilefni þann dag.
 • Yngstu iðkendur knattspyrnudeildar æfa í íþróttahúsinu yfir vetrarmánuðina en þeir eldri á gervigrasinu allt árið.
 • Fyrir utan skólakennslu grunnskólanna þá fá leikskólabörn á Seltjarnarnesi að koma í íþróttasalina nokkra morgna í viku og leika sér með starfsmönnum leikskólanna og fá því að kynnast íþróttahúsinu áður en að skólagöngu kemur.
 • Stuðmannaball er haldið á hverju ári síðustu helgina í ágúst á vegum Gold-bys.
 • Eins stóðu þeir fyrir unglingadansleik sem heppnaðist afar vel.
 • Vegna breytts fyrirkomulags í byggðarmálum Hrólfskálamels var bætt við bílastæðum þar, sem kemur íþróttahúsinu afar vel.
 • Íþróttahúsið var málað að utan og gert við helstu steypuskemmdir.
 • Íþróttahúsið var lokað í u.þ.b. mánuð í sumar og sá tími nýttur til málunar innandyra.
 • Fækkað hefur verið um eitt stöðugildi í íþróttahúsi í búningsklefagæslu.

 

Knattspyrnuvöllur Suðurströnd 14

s. 571-0160

knattpyrnuvollur@seltjarnarnes.is

Starfsmaður knattspyrnuvallar er einn í fullu starfi yfir allt árið en annar bætist við yfir sumarmánuðina.

Yfyrvaktstjóri er Bjarni Jakob Stefánsson póstf. bjakob@internet.is

Vallarsvæðið er opið frá kl. 8-22 á sumrin en samkv. dagskrá á veturna.

 • Tímabilið janúar – maí fór Faxaflóamótið fram í yngri flokkum Gróttu.
 • Yfir veturinn fram á vor æfðu eldri flokkar eingöngu á gervigrasvellinum en yngri iðkendur fengu tíma í íþróttahúsinu.
 • Tímabilið maí – september voru mikil umsvif á vellinum þar sem bæði æfingar og allir heimaleikir sumarsins fóru fram. 
 • Knattspyrnuskólinn var með sína starfsemi á morgnana í júní og júlí.
 • Í október fór fram árlegt firmamót meistaraflokks.
 • Félagsaðstaða knattspyrnudeildar var tekin í notkun ásamt 4 búningsklefum.
 • Félagsaðstaðan er mikið notuð fyrir áhorfendur á heimaleikjum, foreldrafundi, ýmsar uppákomur hjá flokkum deildarinnar og síðast en ekki síst fyrir uppskeruhátíð allra flokka knattspyrnudeildar.
 • Vatnsfontur var settur upp á útisvæði vallarins.
 • Frágangur á lóð vallarins var kláraður og bílastæðum bætt við.
 • Ný gúmmíhlaupabraut var lögð með annarri langhliðinni.
 • Vallarlínur málaðar.
 • Lokafrágangur ýmissa verkþátta innan sem utandyra.
 • Ýmis búnaður keyptur til reksturs félagsaðstöðunnar.
 • Nýr tölvubúnaður settur upp.
 • Öryggis- og þjófavarnarkerfi sett upp.
 • Endurbætur á rekstri snjóbræðslu framkvæmdar.


Félagsmiðstöðin Selið Suðurströnd

s. 595-9177 / 595-9178

selid@seltjarnarnes.is nilsina@seltjarnarnes.is

Æskulýðsfulltrúi og forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Selsins er Nilsína Larsen Einarsdóttir. Starfsmenn Selsins eru fimm  starfsárið 2009-2010. Tveir starfsmenn í 100% starfshlutfalli en þrír sem skipta með sér 100% starfshlutfalli ásamt tveimur útkallsmanneskjum á annatímum.

Starfssemi

Aðalstarfsemi félagsmiðstöðvarinnar er yfir vetrartímann. Er þá megináherslan lögð á tómstundastarf  unglinga s.s böll, klúbbastarf, námskeið, fyrirlestra, forvarnarstarf, útvarpssendingar, ferðalög og fleira. Selið er aðallega opið unglingum frá aldrinum 13-16 ára þ.e. 8., 9. og 10. bekk, en þó taka yngri börn líka þátt í starfinu að einhverju leyti.  Nú í ár er opið einu sinni í viku fyrir 16 ára og eldri og hefur það gefið mjög góða raun. Mætingin er framúr vonum. Einnig er þar starf fyrir eldri borgara. Opnunartíminn í Selinu er alla virka daga frá 13:00 – 19:00. Einnig er opið á kvöldin frá 20:00 – 22:00  mánudaga til föstudaga.  Alltaf á að vera lokað á kvöldmatartíma milli klukkan 19:00-20:00, en undanfarin ár hafa ýmsir sérhópar nýtt sér þann tíma til ákveðinna verkefna s.s. æfinga fyrir leikrit, tónlistaræfingar og kvikmyndaupptökur.

Einnig eru nemendur duglegir að kíkja í heimsókn í  frímínútum og eru þeir ávallt velkomnir til skrafs og ráðagerða. 7. bekkur hefur fastan tíma á þriðjudögum á milli klukkan 17.00 og 19.00. Þá eru m.a. haldin diskótek, spilað, föndrað, bingó og fleira 

Selið hefur alfarið umsjón með félagslífi nemenda í Valhúsaskóla og er starfsmaður félagsmiðstöðvarinnar að kenna valáfanga í félagsmálafræði. Hefur sá valáfangi umsjón og framkvæmd með viðburðum í félagslífinu og eins fá þau framkomukennslu og skapast hefur þar grundvöllur til skrafs og ráðagerða í málefnum sem snýr að unglingum.

Mæting

Mæting í Selið hefur verið mjög góð undanfarin ár og eru um 12-16 unglingar sem nýta sér dagsstarfið daglega og um 20-45 unglingar sem nýta sér kvöldstarfið. Fleiri strákar hafa verið að mæta undanfarið en stelpur. Ekki er búið að virkja stelpuklúbbinn en hann fer í gang 26.október.

17-35 ungmenni eldri en 16 ára hafa verið að mæta á miðvikudagskvöldum. 30-60 7.bekkingar mæta hvern þriðjudag í viku. Við erum með 6 eldri borgara sem mæta tvisvar í viku til þess að spila billiard. Um og yfir 100 manns mæta hingað á böll sem við stöndum fyrir í félagsmiðstöðinni en tölur fara hækkandi eða um 150-200 manns ef við erum með böll í skólanum eða í félagsheimilinu sem eru fastir liðir 6 sinnum á ári, 1.deshátíð, jólaball, árshátíð, lokaball, draugaball/hús og nýnemaball. 

Klúbbastarf

Klúbbastarf hefur verið mjög öflugt undanfarin ár og ber þar helst að nefna ræðuklúbb,  handboltaklappliðsklúbb, kvikmyndaklúbb, fótboltaklúbb og stelpuklúbb, um 20-30 manns sækja þessa klúbba reglulega. Klúbbarnir eru blandaðir kynjum fyrir utan stelpuklúbbinn.

Eins sendum við út útvarpsstöð á hverju ári og hefur verið góð þátttaka í henni. Mikið leiklistarlíf er í Selinu og aðstoða starfsmenn unglinga við uppsetningu tveggja leik/söngverka á hverju skólaári.

Samvinna skólans og Selsins

Samvinna skólanna og Selsins hefur verið mjög góð undanfarin ár og hefur engin breyting orðið þar á. Forstöðu- og aðstoðarforstöðumaður sitja reglulega fundi með skólastjórn þar sem farið er yfir einstaka málaflokka og aðgerðir samræmdar.  Félagsmiðstöðin var í samstarfi við skólann um lýðræðisverkefni þar sem markmiðið var að opna fyrir alla til þátttöku í kjöri á nemendaráðsstjórn og eins til þess að efla skólabrag.  Fékk það verkefni tilnefningu til foreldraverðlauna Heimilis og skóla.

Öskudagur

Öskudagsskemmtunin er samvinnuverkefni æskulýðs-og íþróttaráðs, Selsins og foreldrafélags grunnskóla.  Framkvæmdaaðilar eru félagsmiðstöðin Selið og foreldrafélag grunnskóla.  Starfsfólk Selsins, foreldrar og unglingar vinna við framkvæmd skemmtuninnar.

Sumardagurinn fyrsti 

Selið sér um skipulagningu og dagskrá á hátíðarhöldum Seltjarnarnesbæjar á Sumardaginn fyrsta ásamt íþróttafélaginu Gróttu.

17. júní

Selið sér um skipulagningu og dagskrá á hátíðarhöldum Seltjarnarnesbæjar á 17. júní.

Áramóta – og þrettándabrennur

Selið sér um undirbúning og skipulagningu á þessum brennum í samstarfi við björgunarsveitina Ársæl og starfsmenn áhaldashússins.

Foreldrarölt

Foreldraröltið er starfrækt yfir vetrarmánuðina og er rölt á föstudags- og laugardagskvöldum.  Skipulag er unnið af Selinu í samvinnu við foreldrafélag grunnskóla.  Bekkjaráðsfulltrúar 8., 9., og 10. bekkjar fá úthlutað ákveðnum helgum en fulltrúarnir raða sjálfir foreldrum á vaktir og eru tengiliðir við Selið. 

Leikjanámskeið - sumarstarf

Á sumrin er félagsmiðstöðin með leikjanámskeið og smíðavöll á sinni könnu og eins í mikilli samvinnu við íþróttafélagið sem sér um fótboltanámskeið. Selið er í samvinnu við Vinnuskólann með listsköpunarverkefni fyrir alla unglinga sem eru í vinnuskólanum. Fá allir hópar viku í senn til þess að vinna skapandi verkefni fyrir sig og aðra bæjarbúa. Eins hefur verið sumaropnun fyrir unglinga einu sinni í viku í júní og júlí mánuði og hefur mæting verið mjög góð eða um 20-25 unglingar í hvert sinn.

Félagsmiðstöðin Selið fær mikinn byr í nærsamfélaginu og mikinn stuðning hvað varðar eflingu starfs og að halda úti faglegu starfi. Mikil áhersla er lögð á þátttöku í íþróttum, tónlist og félagslífi á Seltjarnarnesi. Að sjálfssögðu mætti félagsmiðstöðin fara í annað húsnæði eins og á flestum stöðum. En við búum þó ansi vel að aðstöðu og tækjabúnaði. Eins höfum við tækifæri til þess að samnýta aðrar stofnanir sem hefur gefið mjög góða raun.


Helstu verkefni og markmið árið 2010

Stefnumarkandi aðgerðir íþrótta- og tómstundamála.

Minnka brottfall í íþróttum

Markmið:  Að halda sérstaklega utan um íþróttafólk á aldrinum 15-18 ára.

Leiðir:  Samvinnuverkefni ÍTS, Gróttu og Golfklúbb Ness.

 

Efla íþrótta- og tómstundastarf.

Markmið:  Að sem flestir stundi markvisst íþróttir eða aðrar tómstundir.

Leiðir:  Viðhalda tómstundastyrkjum og að starfsmenn ÍTS og aðildarfélaga  beini

sjónum að einstaklingum sem skila sér ekki í markvisst starf sem í boði er.

 

Skapa iðkendum íþrótta og annarra tómstunda eins góða aðstöðu og völ er á.

 

Markmið:  Að aðstaða íþrótta og tómstundastarfs sé starfinu til framdráttar.

Leiðir:  Að horft verði fram í tímann í mannvirkjagerð og viðhalda og þróa þau sem fyrir eru.

 

Gera öllum kleift að stunda hvaða íþrótta- og tómstundagrein sem er.

Markmið:  Að þeir sem ekki finna sig í þeim greinum íþrótta- og tómstunda sem boðið er uppá hér á Seltjarnarnesi geti leitað út fyrir bæjarmörkin og fundið grein við sitt hæfi.

Leiðir:  Áframhaldandi tómstundastyrkir.

 

Gera öllum kleift að stunda íþróttir eða aðrar tómstundir.

Markmið:  Að iðkenda- og þátttakendagjöld verði ekki þess valdandi að einstaklingur hafi ekki tök á íþrótta- eða tómstundastarfi.

Leiðir:  Áframhaldandi tómstundastyrkir og halda verði á viðburði á vegum Selsins í lágmarki.

 

Sporna við offituvandamálum grunnskólabarna.

Markmið:  Að viðhalda heilbrigði einstaklingsins.

Leiðir:  Samvinnuverkefni ÍTS, aðildarfélaga, skóla og fagaðila.

 

Halda úti leitarstarfi eftir einstaklingum sem eru félagslega vanvirkir:

Markmið: Að efla félagstengsl einstaklingsins

Leiðir: Samvinnuverkefni félagsmiðstöðvar, skóla og félagsþjónustu.

 

Undirbúningur að stofnun siglingaklúbbs.

  

Markmið:  Að auka við flóru íþrótta- og tómstundastarfs á Seltjarnarnesi.

Leiðir:  Samvinnuverkefni ÍTS, Selsins og björgunarsveitarinnar Ársæls.

 

Efla tómstundastarf 16 ára og eldri.

Markmið:  Að framhaldsskólanemar á Seltjarnarnesi geti leitað í eigið sveitarfélag í áframhaldandi tómstundastarf.

Leiðir:  Efla starfsemi nýstofnaðs ungmennaráðs.

 

Efla fræðslu til ungmenna 16 ára og eldri.

Markmið: Að framhaldsskólanemar geti sótt fræðslu um málefni sem snúa að þeim og þeim breytingum sem eru á umhverfi þeirra.

Leiðir: Samvinnuverkefni félagsmiðstöðvarinnar og félagsþjónustu.

 

Framfylgja skyldum vinnuverndar í fyrirtækjum.

Markmið:  að fækka slysum, draga úr atvinnutengdum sjúkdómum og stuðla að vellíðan starfsmanna á vinnustað.

Leiðir:  Samvinnuverkefni íþróttamiðstöðvar og Vinnueftirlitsins um ýmsar endurbætur.

 

Gera þjónustukönnun fyrir íþróttamiðstöð.

Markmið:  Að gefa notendum möguleika á að koma með sitt álit á þjónustunni og benda á hluti sem vel eru gerðir og þá sem betur má gera.

Leiðir:  Heimagerð könnun án fjárútláta.

 

Heimasíðugerð fyrir íþróttamiðstöð.

Markmið:  Að gera starfsemi íþróttamiðstöðvar (sundlaug-íþróttahús-knattspyrnusvæði) aðgengilegri fyrir notendur og bæjarbúa.

Leiðir:  Samvinnuverkefni starfsmanna íþróttamiðstöðvar sem nýta sér kunnáttu starfsmanna bæjarins í heimasíðugerð.

 

Gera knattspyrnuvöllinn sjálfbæran í snjómokstri og málun.

Markmið:  Lækka árlegan kostnað við snjómokstur og málun, auka tíðni  moksturs og koma um leið í veg fyrir að starfsemi vallarins stöðvist þegar snjóar.

Leiðir:  Gera lánasamning við þjónustumiðstöð um lán á tækjum vegna snjómoksturs eða verja fjármunum í kaup á slíkum tækjum svo starfsmaður vallarins geti séð um snjómokstur og línumálun.

 

Halda áfram undirbúningi vegna stækkunar á fimleikasal.

Markmið:  Að horft verði til framtíðar í byggingamálum íþróttamðstöðvar.

Leiðir:  Að velta upp öllum möguleikum um nýtingu þeirra mannvirkja sem fyrir eru á tilvonandi byggingarreit.

 

Endurskoða samþættingu skóla- og tómstundastarfs.

Markmið:  Miða við að yngstu börnin geti stundað sínar tómstundir sem fyrst að deginum til.

Leiðir:  Endurskoða töflugerð grunnskóla, félagsmiðstöðvar, tónlistarskóla og Gróttu og athuga hvort hægt sé að raða tímum og viðburðum betur upp.

 

Endurskoða töflu íþróttahúss og knattspyrnuvallar.

Markmið:  Fá betri nýtingu íþróttamannvirkja í hagræðingaskyni.

Leiðir:  Eftir endurskoðun á töflum grunnskóla og Gróttu má athuga hvort forfæringar geti haft  

hagræðingu í för með sér í niðurröðun tíma.

 

Styðja við unglingahljómsveitir sem eru starfandi á Seltjarnarnesi.

Markmið: Fá betri nýtingu á hljómsveitaraðstöðu sem er í Selinu.

Leiðir: Að auglýsa húsnæðið og raða æfingatímum niður á skipulegan máta.

 

Efla forvarnir í sem víðasta samhengi.

Markmið: Að ekki verði einungis einblínt á ávanabindandi efni heldur einnig að málum eins og t.d. tölvufíkn, átröskunarsjúkdómum og geðheilsu.

Leiðir: Aukin fræðsla til unglinga og foreldra þeirra um málefni sem snúa að þessum aldurshópi til þess að að stuðla að betri andlegri og líkamlegri heilsu.

 

Efla tómstundastarf 16 ára og eldri.

Markmið:  Að framhaldsskólanemar á Seltjarnarnesi geti leitað í eigið sveitarfélag í áframhaldandi tómstundastarf.

Leiðir:  Efla starfsemi nýstofnaðs ungmennaráðs.


 

Íþrótta- og tómstundaráð Seltjarnarness

 

Lykiltölur

   
   
   

Sundlaug

2007 2008 Áætlað 2009
Heildarfjöldi sundlaugagesta  137.161      140.597     165.000
Fjöldi fullorðinna     76.844         85.156     92.000
Fjöldi aldraðra     12.557           7.603     10.000
Fjöldi barna 6- 18 ára aldurs     21.527         24.705     35.000
Öryrkjar       3.062           1.890     2.500
Grótta       1.746               708     1.500
Skólar     18.420         17.415     17.000
Önnur aðsókn       3.005           3.120     7.000
     
Íþróttahús    
Fjöldi almennra leigjenda     15.480         15.135     15.135
Fjöldi skólabarna     36.378         43.885     40.000
Fjöldi iðkenda handknd. Gróttu     48.934         78.184     79.100
Fjöldi iðkenda knattspd. Gróttu     13.158         11.574     13.200
Fjöldi iðkenda fimleikad. Gróttu     30.401         34.550     35.600
Aðrir hópar innan Gróttu       2.902           2.750     2.500
     
Selið    
Mætingameðaltal nem. Vorönn í dagstarfi 19 9 9
Mætingameðaltal nem. Vorönn í kvöldstarfi 20 18 18
Mætingameðaltal 12 ára barna haustönn 23 30 30
Mætingameðaltal 12 ára barna vorönn 17 12 12
Mætingameðaltal nem. Haustönn í dagstarfi 15 13 13
Mætingameðaltal nem. Haustönn í kvöldstarfi 22 22 22
Heildarfjöldi skráðra nemenda í 8.-10. bekk Grunnskólans á vorönn 233 232 232
Heildarfjöldi skráðra nemenda í 8.-10. bekk Grunnskólans á haustönn 232 213 213
Heildarfjöldi skráðra nemenda í 7. bekk Grunnskólans á vorönn 77 61 61
Heildarfjöldi skráðra nemenda í 7. bekk Grunnskólans á haustönn 61 85 85
Heildarfjöldi heimsókna í Selið 5700 5000 5000
Fjöldi barna skráð á leikjanámskeiðum að sumri 181 152 152
Fjöldi barna skráð á Survivor-námskeið 75 59 59
Fjhöldi barna skrá á Smíðavalla - námskeið 65 59 59
Fjöldi barna skráð í fótboltaskóla Gróttu 132 76 76
Heildarfjöldi á sumarnámskeiðum Selsins 453 368 368
Mætingameðaltal hjá eldri borgurum á vorönn 5 6 6
Mætingameðaltal hjá eldri borgurum á haustönn 5 6 6
Fjöldi nemenda í félagsmálafræði í Selinu á vorönn 35 27 27
Fjöldi nemenda í félagsmálafræði í Selinu á haustönn 27 18 18
Viðburðir Selsins og Valhúsaskóla haldnir í Félagsheimili og/eða Valhúsaskóla haustönn 1524 1524
Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: