Fréttir og útgefið efni

Viðburðir

04.11.2013, kl.17:30 Seltjarnarnesbær

Tónstafir

ARI BRAGI OG KJARTAN 4. NÓVEMBER

Mánudaginn 4. nóvember kl. 17:30 kemur fram í Bókasafni Seltjarnarness einn rómaðasti trompetleikari landsins Seltirningurinn Ari Bragi Kárason en með honum leikur hinn kunni píanóleikari Kjartan Valdimarsson. Tónleikaröðin, sem þeir félagar koma fram á, ber yfirskriftina Tónstafir og er samstarfsverkefni Bókasafnsins og Tónlistarskóla Seltjarnarness. Aðgangur er ókeypis.
 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: