Fréttir og útgefið efni

Viðburðir

05.11.2013, kl.19:30 - 20:30 Seltjarnarnesbær

Bókmenntafélagið

Maður sem heitir Ove

Bókmenntafélag Seltjarnarness kemur saman þriðjudaginn 5. nóvember kl. 19:30-20:30 í Bókasafni Seltjarnarness til að ræða bókina Maður sem heitir Ove eftir Fredrik Backman. Bókin fjallar um Ove sem er 59 ára, býr einn í raðhúsi og ekur um á Saab. Í augum nágrannanna er hann beiskjan og smámunasemin uppmáluð; sjálfskipaður eftirlitsmaður sem sér til þess að menn gangi sómasamlega um. En þegar nýir nágrannar banka upp á hjá Ove tekur líf hans óvænta stefnu. Hjartnæm, sár og sprenghlægileg saga um hallarbyltingu í hverfissamtökum, grimma æsku, djúpa ást og myrka sorg. Og Saab. Maður sem heitir Ove sló rækilega í gegn þegar hún kom út í Svíþjóð árið 2012 og fer nú sannkallaða sigurför um heiminn. Bókmenntafélag Seltjarnarness er opinn félagsskapur þar sem allir eru boðnir hjartanlega velkomnir að spjalla, hlýða á frásagnir annarra og fá sér kaffi og með því.

 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: