Fréttir og útgefið efni

Viðburðir

Fyrirsagnarlisti

14.11.2013 - 31.12.2013 Seltjarnarnesbær Álfabækur 

Þúsundir álfabóka Guðlaugs Arasonar til sýnis í Eiðisskeri 17. nóvember til 31. desember 2013

 

02.12.2013, kl. 17:30 Seltjarnarnesbær Tónstafir - Strengjajól

Jólatónleikar Tónlistarskóla Seltjarnarness

Mánudaginn 2. desember kl. 17:30 kemur fram í bókasafninu strengjakvartett Helgu Þórarinsdóttur, en kvartettar Helgu hafa verið órjúfanlegur hluti af jólaundirbúningi bókasafnsins. Tónleikarnir eru hluti af samstarfsverkefninu Tónstafir sem bókasafnið og Tónlistarskóli Seltjarnarness skipuleggja. Aðgangur er ókeypis og allir eru boðnir velkomnir.
 

03.12.2013, kl. 17:00 - 19:00 Seltjarnarnesbær Með jólin á prjónunum

Prjónameistarinn kunni  Héléne Magnússon hönnuður verður með námskeiðið Með jólin á prjónunum þriðjudaginn 3. desember  kl. 17-19 þar sem hún býður þátttakendum að búa til listilega fallegar og frumlegar jólagjafir. Námskeiðsgjald er 500 krónur. Nánar er hægt að sjá um viðfangsefnið á prjonakerling.com, en Héléne býður efni í fígúrurnar til sölu á staðnum.
 

03.12.2013, kl. 19:30 - 20:30 Seltjarnarnesbær Bókmenntafélagið 

Kantata eftir Kristínu Marju Baldursdóttur

Þriðjudagskvöldið 3. desember kl. 19:30 er síðasti fundur bókmenntafélagsins á þessu ári en þá verður til umræðu bókin Kantata eftir Kristínu Marju Baldursdóttur. Allir eru boðnir velkomnir og ekki er skilyrði að hafa lesið bókina.
 

04.12.2013, kl. 17:30 Seltjarnarnesbær Sögustund fyrir yngstu börnin

Miðvikudaginn 4. desember kl. 17:30  býður Sigríður Gunnarsdóttir barnabókavörður yngstu hlustendunum upp á upplestur og myndasýningu á bókinni Hvað er að Leó ljón? eftir þá Robert Kraus og Jose Aruego.
 

18.12.2013, kl. 17:30 Seltjarnarnesbær Jólasögustund

Miðvikudaginn 18. desember kl. 17:30  býður Sigríður Gunnarsdóttir barnabókavörður yngstu hlustendunum upp á upplestur á bókinni Jólasveinninn minn eftir Andrés Indriðason. Lesa meira
 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: