Fréttir og útgefið efni

Viðburðir

07.02.2014 - 10.02.2014, kl.19:30 - 21:00 Seltjarnarnesbær

Safnanótt á Seltjarnarnesi - SAD - Infected with Darkness

SAD er óvenjuleg leiksýning sem fjallar um þau áhrif sem vetrarmyrkrið hefur á sálarlíf okkar, íbúa norðurhvelsins. Hér er á ferðinni samstarf norrænna sviðslistamanna sem þekkja vel barninginn við skammdegisrökkrið. Í sýningunni fara áhorfendur í ferðalag um heim ljóss og myrkurs; listamennirnir leiða þig um rangala heilans og sýna þér stað þar sem myrkrið nær ekki lengur til þín.

Ferðalagið hefst í miðborg Reykjavíkur, en þaðan verður þér ekið í strætó að Safnahúsinu á Seltjarnarnesi, sem nú hefur verið breytt í miðstöð fyrir þá sem þurfa aðhlynningu í vetrarmyrkrinu. Þar verður tekið hlýlega á móti þér.

Sýningar á SAD eru 7 talsins og aðeins komast 24 áhorfendur á hverja sýningu. Því er mikilvægt að panta miða!

Miðapantanir í síma: 852-7676 eða á: s.a.d.infected@gmail.com

Generalprufur

6 febrúar kl 19:30 og 21:00

Frumsýningar    
7 febrúar kl 19:30 og 21:00 

8 febrúar kl 19:30
9 febrúar kl 19:30 og 21:00
10 febrúar kl 19:30 og 21:00

SAD er samvinnuverkefni listamanna úr ólíkum áttum. Um tónlistina sér hin færeyska Eivør Pálsdóttir og er hún sérstaklega samin fyrir sýninguna.

SAD - Infected with Darkness eftir leikhópinn

Hugmynd

Helene Kvint, Rebekka A. Ingimundardóttir, Lotte Tauber Lassen og Michael Breiner,

Þátttakendur 

Eivør Páldóttir - tónlistarmaður(FO)

Friðgeir Einarsson - sviðslistamaður (IS)

Helene Kvint - sviðslistamaður (DK)

Lotte Tauber Lassen - myndbandahönnuður (DK)

Michael Breiner - ljósahönnuður (DK)

Ólöf Ingólfsdóttir - danshöfundur (IS)

Rebekka A. Ingimundardóttir (IS) er leikstjóri og hönnuður verksins

 

 

 


Útfærsla leikmyndar

Eleni Podara

Hilmar Páll Jóhannsson

 

Útfærsla búninga 

Eleni Podara

Elma Bjarney Guðmundsdóttir

 

 

 

 

Tækniaðstoð

EXTON

Agnar Hermannsson 

Ívar Ragnarsson

 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: