Fréttir og útgefið efni

Viðburðir

04.03.2014, kl.19:30 - 20:30 Seltjarnarnesbær

Samfélagsádeila og orðaleikir Bjarka Karlssonar

Ljóðskáldið Bjarki Karlsson í Bókasafni Seltjarnarness, þriðjudaginn 4. mars kl. 19:30

Ljóðskáldið Bjarki Karlsson verður gestur á næsta fundi Bókmenntafélagsins í Bókasafni Seltjarnarness, þriðjudaginn 4. mars kl. 19:30 þegar bók hans Árleysi alda verður skoðuð og skeggrædd. Bjarki hlaut  Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2013 fyrir bókina, en í umsögn dómnefndar segir að framlag Bjarka sé „óvenju vel heppnuð blanda af húmor, fornum bragarháttum og samfélagsádeilu". Í bók sinni tekur Bjarki sér stöðu eins og hirðskáld eða höfuðskáld til forna og yrkir um samtíma sinn á fjölbreytilegan hátt með framúrskarandi vald á bragarháttunum. Allir eru velkomnir og er kaffi og með því á boðstólnum.Bókmenntakvöld, Bjarki Karlsson, Árleysi alda
 
Viðburðir

« mar 2014 »
SMÞMFFL
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: