Fréttir og útgefið efni

Viðburðir

13.11.2014 - 14.11.201417:00 Seltjarnarnesbær

Flögr - Síðasti sýningardagur 14. nóvember

Flögr í Eiðisskeri

Á sýningunni Flögr sem nú stendur yfir í Eiðisskeri, sýningarsal Seltirninga við Eiðistorg hefur hönnuðurinn og listamaðurinn Sigga Rún teflt saman fágætum munum úr Náttúrugripasafni Seltjarnarness við fínlegar blekteikningar sínar af ólíkum fuglum. Í verkunum leggur listamaðurinn áherslu á að draga fram persónuleg einkenni viðfangsefnisins.

Sigga Rún er útskrifuð úr Listaháskóla Íslands og hefur haldið sýningar ein og í félagi með öðrum. Hún er kunnust fyrir verkefni sitt Líffærafræði leturs, leturgerð sem byggð er á beinum, sem víða hefur vakið athygli og unnið til verðlauna og viðurkenninga. Þá hefur hún einnig hlotið viðurkenningar fyrir bókahönnun sína.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

 
Viðburðir

« nóv 2014 »
SMÞMFFL
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: