Fréttir og útgefið efni

Viðburðir

20.07.2017, kl.14:00 - 16:00 Seltjarnarnesbær

Nikkuballið 2017

Hið árlega Nikkuball Ungmennaráðs Seltjarnarness verður haldið fimmtudaginn 20. júlí. 

Á hverju ári flykkjast ungir sem aldnir að smábátahöfn Seltjarnarness, hlusta á ljúfa tóna harmonikkunnar og stíga nokkur spor. Í ár mun harmonikkuleikarinn Þórður Arnar Marteinsson munda nikkuna og hljómsveitin Stjúpmæður mun einnig taka nokkur vel valin lög.

Ekki láta þig vanta á þessa fjölskylduhátíð!
 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: