Fréttir og útgefið efni

Viðburðir

30.09.2017, kl.11:00 - 12:00 Seltjarnarnesbær

Lesið fyrir hund – Vigdís Vinir gæludýra á Íslandi

Lesið fyrir hund á Bókasafni SeltjarnarnessBókasafn Seltjarnarness, í samstarfi við félagið Vigdísi – Vini gæludýra á Íslandi, býður börnum að heimsækja safnið og lesa sér til ánægju fyrir hunda sem eru sérstaklega þjálfaðir til að hlusta á börn lesa.

Boðið verður upp á lestrarstundirnar laugardagana 30. september, 28. október, 25. nóvember og 16. desember kl. 11:00 – 12:00.

Félagið Vigdís er aðili að lestrarverkefninu R.E.A.D – Reading Education Assistance Dogs sem starfar um allan heim með um 4 þúsund sjálfboðaliðum með það að markmiði að efla læsi barna með því að hvetja þau til yndislesturs. Og eins og segir í kynningu á Facebooksíðu Vigdísar: „Lestrarstund með hundi reynist börnunum vel og ekki síst þeim sem eiga við lestrarörðugleika að stríða.“

Helstu kostir eru:

  • Hundur hjálpar barni að slaka á
  • Hundur gagnrýnir ekki, leiðréttir ekki og hlær ekki þótt upplestur sé ófullkominn
  • Lesið er utan skóla, í hlýlegu umhverfi
  • Lestrarstund með hundi er ánægjuleg tilbreyting frá hefðbundnum kennslustundum

Sex börn kom­ast að í hvert skipti og fær hvert barn að lesa fyr­ir hund­inn í 15 mín­út­ur.

For­eldr­ar þurfa að  bóka tíma fyr­ir­fram fyr­ir börn­in með því að senda tölvu­póst á Sigríði Gunnarsdóttur á net­fangið sigridurgu@nesid.is eða með því að hringja í síma 5959-170

 
Viðburðir

« sep 2017 »
SMÞMFFL
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
             Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: