Fréttir og útgefið efni

Viðburðir

12.10.2017 - 15.10.2017 Seltjarnarnesbær

Menningarhátíð Seltjarnarness

12.10.17 - 15.10.17
MENNINGARHÁTÍРSELTJARNARNESS

Menningarhátíð Seltjarnarness 2017_1
Undirbúningur Menningarhátíðar Seltjarnarness hefur staðið yfir í eitt ár og leggja um þrjú hundruð manns, ungir sem aldnir, sitt af mörkum til að gera hátíðina að veruleika og sem glæsilegasta.
Menningarstarf er veigamikill þáttur í bæjarlífinu allt árið um kring, enda eflir það bæjarbrag og
ímynd Seltjarnarness út á við. Tilgangur hátíðarinnar er að auki að brjóta upp hverdagsleikann,
upplýsa, fræða, skemmta og virkja mannauðinn og ná til fólksins með samveru fjölskyldu og vina.
Menning og listir gleðja augað, auka víðsýni okkar, skilning og auka sköpunargleðina sem býr innra með okkur öllum. Mikilvægt er því að hvetja börn og ungmenni til þátttöku í menningarviðburðum
í þeim tilgangi að auðga líf þeirra og færa þeim góðar minningar, þekkingu og reynslu.
Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á Menningarhátíð Seltjarnarness en hátíðin býður upp á
fjölbreytta viðburði og upplifanir í fjögurra daga reisu í samfélaginu okkar. Lögð hefur verið áhersla
á að draga fram þann mikla auð sem býr í fólkinu okkar. Við Seltirningar getum verið stoltir af hversu fjölskrúðugt mannlíf okkar er og hversu marga listamenn við eigum á hinum ýmsum sviðum sem
hafa lagt okkur lið og skapað metnaðarfulla umgjörð sem uppfyllir væntingar listunnenda og er þeim þökkuð öll sú vinna sem býr að baki.
Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2017, Nína Dögg Filippusdóttir á veg og vanda af námskeiði nemenda Valhúsaskóla hjá Improv Iceland og verða þau með sýningu á afrakstrinum á hátíðinni. Nína Dögg á að baki farsælan feril í leiklistinni og hefur sýnt og sannað að hún er meðal okkar fremstu og hæfileika-
ríkustu leikara í dag. Nína Dögg hefur allt það til að bera sem prýtt getur bæjarlistamann, ótvíræða hæfileika auk listræns metnaðar og sannfæringar.
Gleðjumst saman, njótum og tökum þátt í Menningarhátíð Seltjarnarness.


Sjöfn Þórðardóttir, formaður Menningarnefndar Seltjarnarness. Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: