Fréttir og útgefið efni

Viðburðir

12.10.2017, kl.17:00 Seltjarnarnesbær

Setning Menningarhátíðar

Gallerí Grótta og Bókasafn Seltjarnarness - Opnun

Menningarhátíð Boðskort

Formaður menningarnefndar, Sjöfn Þórðardóttir, setur Menningarhátíð
Seltjarnarness 2017 og opnar af því tilefni sýninguna Sporbaugur í Gallerí Gróttu.

Til sýnis verða listaverk Þorvaldar Skúlasonar úr einkasafni afkomenda Sverris Sigurðssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur.

Á sýningunni gefur að líta verk eftir listamanninn frá 6. til 8. áratugar síðustu aldar og er leitast við að varpa ljósi á hreyfinguna frá stirðum formum geometríunnar til sveigðra forma 8. áratugarins í anda djarfrar framtíðarsýnar geimvísinda.

Sýningin mun standa yfir frá 12. október til 11. nóvember.

Veitingar í boði. Allir velkomnir.

 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: