Fréttir og útgefið efni

Viðburðir

20.11.2017 - 22.12.2017 Seltjarnarnesbær

Málverkasýning - Guðrún Einarsdóttir sýnir í Gallerí Gróttu

Guðrún Einarsdóttir - Málverkasýning

Málverk - Guðrún EinarsdóttirVerið velkomin á málverkasýningu Guðrúnar Einarsdóttur myndlistarmanns í Gallerí Gróttu þriðjudaginn 21. nóvember. 

Guðrún Einarsdóttir f. 1957 útskrifaðist frá málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1988. Hún stundaði einnig nám í fjöltæknideild 1988-89 við sama skóla. Síðan hefur Guðrún unnið óslitið að myndlist og sýnt reglulega hér heima og erlendis.

Verk Guðrúnar á sýningunni sýna ríka efniskennd og áþreifanlegt yfirborð fullt af smáatriðum. Viðfangsefnin eru náttúran og náttúruöflin, þar sem Guðrún beitir margvíslegum efnsitökum og vinnur með fjölbreytt birtingarform olíuefnanna.

www.geinars.com
gudrun@geinars.com
Fiskislóð 45L, 101 Reykjavík, s. 699 2880
 

Sýningin í Gallerí Gróttu stendur til 22. desember. 

Opið mán - fim 10:00 - 19:00, fös 10:00 - 17:00 - Laugardaga 11:00 - 17:00 og sunnudaga 13:00 -17:00

Ath. Um helgar er gengið inn frá Eiðistorgi 2. hæð.
 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: