Fréttir og útgefið efni

Viðburðir

17.04.2018, kl.15:30 - 17:00 Seltjarnarnesbær

BARNAMENNINGARHÁTÍÐ 17. APRÍL 2018

ÞRIÐJUDAGINN 17. APRÍL KL. 15.30–17.00 ÁEIÐISTORGI OG BÓKASAFNI SELTJARNARNESS

Barnamenningarhátíð 17.apríl 2018ÞRIÐJUDAGINN 17. APRÍL KL. 15.30–17.00 Á EIÐISTORGI OG BÓKASAFNI SELTJARNARNESS
Markmið hátíðarinnar er að efla menningarstarf barna og ungmenna í Seltjarnarnesbæ. Hátíðin er vettvangur fyrir menningu barna, með börnum og fyrir börn. Barnamenningarhátíðin er fyrir alla fjölskylduna!

Barnamenningarhátíð 2018 dagskrá


DAGSKRÁ


DAGSKRÁ Á EIÐISTORGI

15.30 Setning hátíðarinnar – Leikskólabörn og Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri setja hátíðina í sameiningu
Kynnar á hátíðinni – Daníel Ingi Arason og Jenný Guðmundsdóttir nemendur í 9. Bekk í Valhúsaskóla
Skemmtiatriði:
• Blómstrandi börn – Söngskemmtun leikskólabarnanna á Nesinu þar sem hljóðfæri, blóm og fuglar koma svo sannarlega við sögu.
• Þorpsbúarnir í Fríða og dýrið – Dansatriði 10-12 ára stelpna úr dansskóla DWC á Seltjarnarnesi sem þær sýndu á vorsýningu dans- skólans í Borgarleikhúsinu
• Made in USA – Jóhann Egill Jóhannsson nemandi í 10. bekk
Valhúsaskóla flytur atriði sitt frá 1. des. leikriti skólans þar sem
hann bæði syngur og spilar á kassagítar.
• This is my live / Gleðibankinn – Hópur nemenda í 8.-10. Bekk sýnir brot úr hressu árshátíðarleikriti Valhúsaskóla og Selsins. Fram koma
5 söngvarar og fjöldi dansara.
• Street Music – Lúðrasveit Tónlistarskólans spilar afar fjöruga „street“ tónlist eins og þeim einum er lagið.

DAGSKRÁ Á BÓKASAFNINU


Myndlistar- og hönnunarsýningar nemenda úr leikskólanum, Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla
• Krummi og Svanur – Stórfenglegir skúlptúrar leikskólabarnanna stæra sig stoltir.
• Þematvennan – Tvö áhrifamikil og stór verk frá þemadögum í Mýró svífa á safninu
• Hönnun og handverk – Fjölbreytt sköpun nemenda í Való;
skartgripir, saumar, endurhönnun, tálgun og myndlist.
Að auki verður skemmtilegur ratleikur og fræðandi fuglaþraut fyrir krakka á öllum aldri á safninu.
DAGSKRÁ Á EIÐISTORGI
FJÖLSKYLDUTILBOÐ Á RAUÐA LJÓNINU FRÁ KL. 17.00 – 20.00
FRÍTT fyrir börn af barnamatseðli ef foreldrar borða líka og borga sinn mat.
 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: