Fréttir og útgefið efni

Viðburðir

15.10.2018, kl.17:30 - 18:30 Seltjarnarnesbær

Erindaröðin Vellíðan - Er skipulagið í lagi?

ERINDARÖÐIN Vellíðan með Virpi Jokinen skipuleggjanda

Erindaröðin Vellíðan - Virpi Jokinen

„Öll þráum við að ná stjórn á alls kyns hlutum, pappírum – og um leið tímanum! Alls staðar má finna góða lausn og gott skipulag. Langar þig að koma röð og reglu á geymsluna, háaloftið, fataskápinn, sumarbústaðinn, skrifstofuna eða verkstæðið? Þráir þú að búa til pláss og tíma, koma auga á gersemarnar og grisja úr það sem hefur lokið hlutverki sínu?“

Virpi Jokinen skipuleggjandi verður með erindi um hvað felst í góðu almennu skipulagi, kosti þess dags daglega, leiðir til að koma á skipulagi og til að viðhalda því. Auk þess kynnir Virpi skipulagsaðstoð Á réttri hillu, fyrirtækis sem hún stofnaði í byrjun árs. Hún vinnur nú við skipulagsaðstoð alla daga og þjónustar bæði einstaklinga og minni fyrirtæki.

Virpi Jokinen er finnsk, tveggja barna móðir, hefur búið á Íslandi í um aldarfjórðung og talar íslensku reiprennandi. Hún er menntuð í myndlist og leiðsögn og hefur 15 ára reynslu af verkefnastjórnun, þar af ellefu ár í starfi skipulagsstjóra Íslensku óperunnar, þar sem hún vann m.a. við framleiðslu á óperusýningum.

Eftir erindið gefst tími fyrir spurningar og spjall.

Allir velkomnir.

 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: