Fréttir og útgefið efni

Viðburðir

01.12.2018 - 15.12.2018 Seltjarnarnesbær

SÖGUNNAR MINNST - ÖRSÝNING Í BÓKASAFNI SELTJARNARNESS

1. desember

Sögunnar minnst Fullveldi Íslands

Ísland varð frjálst og fullvalda ríki með gildistöku sambandslaganna 1. desember 1918. Bókasafn Seltjarnarness minnist atburða ársins 1918 í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands með örsýningum og framsetningu á bókum, lesefni og myndefni. Nú er það FULLVELDIÐ ásamt sýningunum Frostaveturinn mikli, Spænska veikin og Kötlugosið.


4. desember

Bókmenntakvöld Gunnar Þór Bjarnason Fullveldi Íslands

Þann 4. desember fáum við svo í heimsókn rithöfundinn og sagnfræðinginn Gunnar Þór Bjarnason en hann heldur erindi um nýja bók sína Hinir útvöldu: Sagan af því þegar Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1918 og stiklar á stóru um örsýningar Bókasafnsins SÖGUNNAR MINNST.Jólalauf


Á föstudögum og eftir því sem líður að jólum höfum við það huggulegt og bjóðum upp á eitthvað jólalegt og gott með kaffinu.

Verið hjartanlega velkomin í jólastemninguna í Bókasafni Seltjarnarness í desember.

 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: