Fréttir og útgefið efni

Viðburðir

05.02.2019, kl.19:30 - 20:30 Seltjarnarnesbær

Ungfrú Ísland á Bókmenntakvöldi í Bókasafni Seltjarnarness

Auður Ava Ólafsdóttir ríður á vaðið á nýju ári og les upp úr bók sinni Ungfrú Ísland.

Sögusviðið er Reykjavík árið 1963. Ung skáldkona flytur vestan úr Dölum með nokkur handrit í fórum sínum, á tímum þegar karlmenn fæddust skáld en ungum konum var boðið að taka þátt í fegurðarsamkeppni Fegrunarfélags Reykjavíkur.

Ungfrú Ísland hefur heillað marga lesendur upp úr skónum enda sögð afar vönduð og falleg bók.

Þetta er saga um sköpunarþrá og leitina að fegurð. Auður Ava hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin og Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir síðustu skáldsögu sína, Ör.

Allir velkomnir og boðið er upp á kaffi og með því.

 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: