Fréttir og útgefið efni

Viðburðir

08.02.2019, kl.17:00 - 21:00 Seltjarnarnesbær

Safnanótt í Bókasafni Seltjarnarness

7. – 10. FEBRÚAR ‘19 VETRARHÁTÍÐ Á SELTJARNARNESI

Vetrarhátíð verður að vanda haldin hátíðleg um allt höfuðborgarsvæðið fyrstu helgina í febrúar og að sjálfsögðu líka hjá okkur á Seltjarnarnesinu. Við setningu hátíðarinnar, fimmtudaginn 7. febrúar, verða helstu mannvirki á Nesinu lýst upp með norður-ljósagrænum ljósum, einkennislit hátíðarinnar.

Á Safnanótt, föstudaginn 8. febrúar verður metnaðarfull dagskrá á bókasafninu frameftir kvöldi og stemningin verður alls ráðandi á Sundlauganótt í Sundlaug Seltjarnarness laugardaginn 9. febrúar.

Vetrarhátíð á Seltjarnarnesi 2019

Allir velkomnir!

SAFNANÓTT Í BÓKASAFNI SELTJARNARNESS - DAGSKRÁ

Föstudaginn 8. febrúar kl. 17.00 – 21.00

17.15 VÍSINDA-Villi gerir tilraunir úr bókunum sínum

og spjallar við krakkana um vísindi og mikilvægi þess að vera forvitin.

17.45–20.00 VÍSINDAföndur

Ásdís Kalman myndlistarkona og kennari stjórnar flottu föndri fyrir alla.

18:00 MEÐ ALLT Á HREINU

Brot úr 1. des söngleiknum í Való. Þær Arna Diljá, Auður Halla,

Jenný og Júlía syngja „Ekkert mál" og „Með allt á hreinu".

JENNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR

syngur „Rolling in the deep og My heart will go on".

18.30 BINGÓ BINGÓ BINGÓ og vinningar í hverri umferð.

19:00 HLJÓMSVEITIRNAR Í SKELINNI

Ungmennahúsi Seltjarnarness koma út úr skelinni með tónlistina sína.

19.30 BINGÓ BINGÓ BINGÓ og vinningar í hverri umferð.

20:00 KÁRI OG KENNARARNIR Í TÓNÓ a la Dixiebandið

trylla lýðinn ... það verður eitthvað enda tónlistin í hressari kantinum!

20.30 BINGÓ BINGÓ BINGÓ og vinningar í hverri umferð.

2 FYRIR 1 AF KÚLU-ÍS á Arna ís og kaffi á Safnanótt

VÍSINDA-Ratleikur VÍSINDA-Getraun VÍSINDA-Bíó VÍSINDA-Nammi VINNINGAR

ÞRJÁR FLOTTAR MYNDLISTARSÝNINGAR leikskólanna á Nesinu til sýnis á safninu.


GALLERÍ GRÓTTA – Órætt landslag

SOFFÍA SÆMUNDSDÓTTIR fjallar um sýninguna sína

PYLSUPARTÝ – enginn þarf að verða svangur því það  verður hægt að kaupa pylsur, kók og prins á fínu verði!

Áhrifamikil sýning útskriftarnema Ljósmyndaskólans  verður opin í Læknaminjasafninu alla Vetrarhátíðardagana og á Safnanótt verður opið til kl. 22.00 með ýmsum óvæntum uppákomum.


SUNDLAUGANÓTT Í SUNDLAUG SELTJARNARNESS

Viltu veltast um í vatnaboltum, dilla þér við dúndrandi danstónlist, syngja hástöfum eða slaka á með lifandi ljóskyndla allt umlykjandi?

Laugardaginn 9. febrúar kl. 18.00 – 21.00

18.00 - 19.00 Vatnaboltar

Algjörlega einstakt tækifæri til að veltast um

sundlaugina í vatnaboltum.

19.00 - 19.30 Zumba í sundi

Dúndrandi stuð og stemning í vatnazumba

sem hentar öllum, ungum sem öldnum.

19.30 - 21.00 Tónlist, gleði og gaman

Tónlistin verður alls ráðandi þetta kvöld; diskó,

rómó og slow-mo.

Nánari upplýsingar á seljarnarnes.is og vetrarhatid.is

Birt með fyrirvara um að tímasetningar í dagskránni geti örlítið breyst.Skoða dagskrá á pdf-sniði

 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: