Fréttir og útgefið efni

Viðburðir

05.03.2019, kl.19:30 - 20:30 Seltjarnarnesbær

Bókmenntakvöld í Bókasafni Seltjarnarness

Sextíu kíló af sólskiniHallgrímur Helgason rithöfundur og handhafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2018 fyrir bók sína Sextíu kíló af sólskini verður gestur Bókmenntakvölds.

Sextíu kíló af sólskini fjallar um mikla umbrotatíma í íslenskri sögu; hér segir af því þegar nútíminn sigldi til hafnar á Norðurlandi og Norðmenn námu landið öðru sinni.

Saga sem bæði grætir og gleður og hefur fengið lofsamlega dóma.

"...Hallgrímur hefur alltaf verið stílfær maður en hér er allt keyrt í botn svo lesandann næstum sundlar af kjarnyrtri íslenskunni sem dansar um síðurnar og dregur hann með sér í lygilegar svaðilfarir, rússíbanareið. Höfundur fer líka vel með gríðar mikinn fróðleik um tímabilið sem hann hefur viðað að sér. Lýsingarnar á húsakynnum (ef það er hreinlega rétta orðið yfir suma moldarbingina sem fólk bjó í), aðstæður á bátum, við vinnu og auðvitað á veðrinu eru afskaplega sannfærandi og yfirleitt hrollvekjandi."

Marianna Clara Lúthersdóttir, 2018

 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: